2.9.2007 | 16:25
Af Pöbbarölti, bátsferð og lögreglurassíu
Þetta hefur nú verið viðburðarrík helgi hér í Hollandi. Á föstudaginn var haldið á skipulagt pöbbarölt með skólanum hennar Álfheiðar. Við fengum að kynnast mismundandi pöbbum bæjarins þar á meðal kokteilabar. Við erum kominn með ágætis rúnt fyrir gesti núna sem vilja kynnast pöbbamenningunni, enda er svakalega mikið af pöbbum hér.
Í gær var svo haldið á markaðinn sem er alla miðviku- og laugardaga. Þar er hægt að fá fatnað, efni, kjöt, fisk, grænmeti, blóm og markt fleira. Verður eflaust fastur punktur að skella sér á hann á laugardögum. Eftir stopp í stórmarkaðnum, var haldið í bátsferð. Já áður en við förum í hana að þá vill ég vekja athygli á því hversu frábært hjólið mitt er. Hálfur bjórkassi passar ákkúrat á böglaberann en einmitt var þessi kassi á útsölu á ca 250 kr íslenskar, ekki slæmt fyrir 12 bjóra. Bátsferðin var mjög góð, wim og marielle buðu okkur á siglingu hér fyrir utan borgina. Þar er vatn og hægt að sigla síðan inn í hinar ýmsu borgir hér eftir síkjunum. Svaka kerfi utan um þetta allt saman umferðaljós og besínstöðvar.
Það var áhugavert að sjá að hér rétt fyrir utan á vatninu er eyja sem skátarnir eiga. Þarna fara sjóskátarnir í útilegur og stunda siglingar þaðan. Það eru víst bara um 25 þúsund sjóskátar hér í kring.
Í morgun vöknuðum við upp við það að lögreglan var kominn að heimsækja nágranna okkar í þar næsta húsi. Sáum einn hlaupa undan hér baka til svaka mikill æsingsleikur. Við vorum nú vel sátt við þessa hreinsun og vonumst eftir betri nágrönnum.
Morgun er skráning í bæinn kl. 11:20, verð að mæta á réttum tíma, og svo skólinn eftir hádegi.
Vinir og félagar
Bloggvinir
- Andrés Björnsson
- Anna Panna
- Anna Runólfsdóttir
- Daníel Sigurður Eðvaldsson
- Einar Jón
- Guðmundur Pálsson
- Guðný og Reynir
- J. Einar Valur Bjarnason Maack
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Matti sax
- Nanna Guðmundsdóttir
- Rúnar Már Bragason
- Vignir Rafn Valþórsson
- Áslaug Helga Hálfdánardóttir
- Þóra I. Sigurjónsdóttir
- Alheimsvaldur
- Hjalti Grétarsson
- Siggi & Inga
- Sigurður Viktor Úlfarsson
Athugasemdir
Ég held þú sért búinn að réttlæta hjóla kaupin . Shit 250 kr. Magnað alveg
Matti sax, 3.9.2007 kl. 07:16
Smá tipp frá reyndum "unDutchable". Ef þú ert með súpermarkaðinn Albert Hein í næsta nágrenni þá verður þú að fá þér viðskiptavina kort.. Mjög einfalt mál, fyllir út og færð strax 3 kort. Lenti nefnilega í því í fyrstu verslunarferðinni minni í Hollandi um árið að ég keypti fullt af dóti á tilboði í búðinni, þvílíkir dílar. Svo fór ég að skoða strimillinn og þá hafði ég greitt fullt verð fyrir allt. Þú færð nefnilega ekki afsláttinn nema sýna kort
Mæli svo með að þú kaupir þér Palm Special bjórinn, besti bjór í heimi. Svo er ég mjög hrifinn af Grolsch Kanon, geggjaður og þú verður ekki lengi að komast í gírinn.
Bestu kveðjur til Hollands, ég bjalla í þig fljótlega er ég verð í eðalborginni Rotterdam.
Andrés Björnsson, 4.9.2007 kl. 23:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.