7.12.2007 | 17:01
Svarti Pétur
Hann Svarti Pétur fór víða síðustu daga og náðu lætin hámarki á fimmtudaginn. Svarti Pétur heitir reyndar Piete á tungumáli gárungana hér í Hollandi og rænir víst ekki banka heldur er aðstoðarmaður Sinter Klaas (ath ekki sama og jólasveinninn). Síðasta miðvikudag fóru Pietar víða og gáfu gjafir frá Sinter Klaas en það er siður að hann geri það daginn fyrir afmælið sitt. Í gær hélt svo Sinter Klaas ásamt Pétrunum (því þeir eru nokkrir með þessu nafni) heim á leið til Spánar.
Við vorum svo heppin að Marielle og Wim buðu okkur heim þennan dag. Á einhvern óskiljanlegan hátt vissi Sinter Klaas nákvæmlega hvar við vorum svo við fengum gjöf, Hollenska klossa, bjór, tösku og stafinn okkar. Mjög fróðleg og skemmtileg kvöldstund.
Fyrir okkur íslendingana var þetta sérstakt að því leitinu að ekki var boðið uppá sérstakan mat eða klæddu menn sig uppá í tilefni dagsins. Það eina eiginlega sem braut upp daginn voru þessar fáeinu gjafir sem Sinter Klaas skyldi eftir í garðinum fyrir vesælan almúgann.
Núna er búið að breyta í búðunum og Sinter Klaas ásamt Piete er horfin og "hefðbundið" jólaskraut tekið við. Reyndar eru útsölur hafnar í búðunum sem kemur okkur spánskt fyrir sjónir en við kvörtum svo sem ekki!!!
Vinir og félagar
Bloggvinir
- Andrés Björnsson
- Anna Panna
- Anna Runólfsdóttir
- Daníel Sigurður Eðvaldsson
- Einar Jón
- Guðmundur Pálsson
- Guðný og Reynir
- J. Einar Valur Bjarnason Maack
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Matti sax
- Nanna Guðmundsdóttir
- Rúnar Már Bragason
- Vignir Rafn Valþórsson
- Áslaug Helga Hálfdánardóttir
- Þóra I. Sigurjónsdóttir
- Alheimsvaldur
- Hjalti Grétarsson
- Siggi & Inga
- Sigurður Viktor Úlfarsson
Myndaalbúm
Af mbl.is
Innlent
- Fatlaður drengur fær ekki þjónustu í verkfalli
- Svona verður verkfall lækna á Akureyri
- Ákærður fyrir ítrekuð brot gegn systur sinni
- Einn fluttur á slysadeild: Miklar umferðartafir
- Myndir: Náttúrulegur þröskuldur að taka við
- Aldrei runnið vestar: Um 100 metrar á klukkustund
- Nýr samningur við sjálfstætt starfandi leikskóla
- Yfir 300 stæði fóru undir hraun
Erlent
- Sakar dómstólinn um gyðingahatur
- Merkel segir Trump heillaðan af einræðisherrum
- Hótar Bretum og Bandaríkjamönnum
- Hættir við að reyna að verða ráðherra Trumps
- Segir að Rússar séu að nota Úkraínu sem tilraunasvæði
- Handtökuskipun á hendur Netanjahú og Gallant
- Leitar á ný mið eftir kolranga könnun
- Mun borða nærri 900 milljóna króna banana
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.