23.4.2008 | 09:05
Hiti, hiti og aðeins meiri hiti
Sólin er komin til Hollands og veðrið síðan á sunnudag hefur verið glampandi sól, 18 stiga hiti og heiðskýrt. Það er spáð sama veðri fram á mánudag
Ég er núna á fullu að finna greinar til að nota í lokaverkefnið, þarf að finna að minnsta kosti 10 stk og lesa gaumgæfilega til að finna út nákvæmlega hvað ég ætla að leggja til málana. Ég geri ráð fyrir að þessi vinna taki næstu 10 daga, maður þarf að reyna að nota góða veðrið og lesa eitthvað úti. Sá reyndar að veðurfræðingar spá heitu sumri á meginlandi evrópu í sumar.
Ég notaði tækifærið í gær og hreinsaði til í bakgarðinum og gerði þetta nokkuð gott fyrir sumarið. Það var orðið svolítið af illgresi en það er ekkert gras í garðinum okkar, bara potta tré og blóm.
Rollan þarf gras að bíta eftir mánuð Magga!
Vinir og félagar
Bloggvinir
- Andrés Björnsson
- Anna Panna
- Anna Runólfsdóttir
- Daníel Sigurður Eðvaldsson
- Einar Jón
- Guðmundur Pálsson
- Guðný og Reynir
- J. Einar Valur Bjarnason Maack
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Matti sax
- Nanna Guðmundsdóttir
- Rúnar Már Bragason
- Vignir Rafn Valþórsson
- Áslaug Helga Hálfdánardóttir
- Þóra I. Sigurjónsdóttir
- Alheimsvaldur
- Hjalti Grétarsson
- Siggi & Inga
- Sigurður Viktor Úlfarsson
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.