Leita í fréttum mbl.is

Óalandi og óferjandi

Íslendingar hafa löngum sýnt það að við erum óalandi og óferjandi. Það að bretar skuli ekkert hafa lært á reynslunni að það þýðir ekkert að eiga við svona fólk. Maður hefði nú haldið að þeir hefðu lært það á þorskastríðunum (sem þeir töpuðu) í gegnum tíðina. Það var með ólíkindum að fylgjast með Brown á BBC áðan og yfirlýsingar hans gegn íslendingum. Held að stór hluti af þeirri stöðu sem nú er t.d. gagnvart Kaupþingi sé aðgerðum ríkisstjórar Bretlands að kenna!  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Grétar Sigurjónsson

Maður skilur nú alveg afstöðu breta, sérstaklega m.t.t. klaufalegra yfirlýsinga Geirs Harða, dýralæknisins og bleðlabankastjórans.

Þetta lið er alveg ótrúlega vanhæft og aðferðir okkar til að velja seðlabankastjóra eru að verða að athlægi um gervalla Evrópu.

Jón Grétar Sigurjónsson, 9.10.2008 kl. 21:00

2 Smámynd: Jón Ingvar Bragason

tja...held að þetta sé nú bara aðferð hjá Brown að breiða yfir eigin mistök.

Jón Ingvar Bragason, 9.10.2008 kl. 21:46

3 Smámynd: Jón Grétar Sigurjónsson

Mistök Brown fölna í samanburði við mistökin sem sjálfstæðisstjórnarherrarnir hafa verið að gera. Lestu bara NY Times, Guardian og horfðu á BBC, það er alveg hreint ótrúlegt að heyra vitleysuna sem vellur úr þessum mönnum og fréttamenn eru næstum með aulahroll þegar þeir eru að tala um Geir og sérstaklega Davíð.

Lestu t.d. tilvitnun Egils Helga í FT og upptalninguna á vitleysunni sem fólk sér á þeim bæ (FT það er) í íslenskum ráðamönnum. Það má vel vera að Brown (eða réttara sagt Darling) hafi komið Kaupþing á kné, en það er gert vegna þess að ummæli okkar ráðamanna hafa ekki verið sérlega yfirveguð eða skýr.

Jón Grétar Sigurjónsson, 10.10.2008 kl. 08:18

4 Smámynd: Jón Ingvar Bragason

Það er skemmtiatriði dagsins að horfa á Geir tala á enskum blaðamannafundum! En ég get ekki verið sammála um að menn hafi ekki verið með skýrar yfirlýsingar og bendi á góða grein á skynews (http://news.sky.com/skynews/Home/Business/Iceland-Bank-Crisis-Row-Over-UK-Savings-In-Icelandic-Banks-Sours/Article/200810215117465?lpos=Business_First_World_News_Article_Teaser_Region_3&lid=ARTICLE_15117465_Iceland_Bank_Crisis:_Row_Over_UK_Savings_In_Icelandic_Banks_Sours)

Einnig eru nýjar færslur hjá Agli Helga sem benda í gangstæða átt frá FT.

Menn hefðu getað brugðist við fyrr án efa. En það er engin þörf á að hrópa á torgum, við þurfum að finna lausn á þessu máli og það strax.

Jón Ingvar Bragason, 10.10.2008 kl. 12:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Ingvar Bragason
Jón Ingvar Bragason

Ég stunda Mastersnám í Amsterdam og er á heimleið, ótrúlegt en satt. Á þessu bloggi reyni ég að greina frá því sem verður á vegi mínum og hugleiðingar um hin ýmsu málefni.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Tónlist

Dixiebandið Öndin



Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband