Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, september 2007

Ég er í Rieneck

Ég tók flugið í gær til Frankfurt og er núna í þeim frábæra stað Rieneck á IMWefundi. Við erum að skipuleggja næsta IMWe sem haldið verður um páskana á næsta ári. Þetta gengur nokkuð vel hjá okkur þrátt fyrir að helminginn af liðinu vanti. Við erum allavega komin með 77 skráningar sem þýðir að það eru bara 20 pláss laus :-)

Takk Andrés fyrir ráðleggingarnar með Palm. Hann fæst reyndar ekki á pöbbunum hér, lítið um Belgíska bjóra í Leiden en ég fann hann í Degros stórmarkaðnum.


Er Kaplan með of flókið kerfi?

Ég kom niður á áhugaverðan punkt í bókinni sem ég er að lesa: "Designing Effective Organizations" eftir Michael Goold og Andrew Campell frá árinu 2002. Bókinn gengur út á 9 skrefa próf sem hægt er að framkvæma til að hanna skilvirka skipulagsheild.

Í bókinni er minnst á Robert Kaplan og kenningar hans um "balanced business scorecard". Þar segir að hugmynd Kaplans sé að þú þurfir fleiri mælikvarða heldur en hagnað til að hvetja starfsfólkið áfram. Þess vegna þurfi að hanna safn af mælikvörðum svo allir viti hvað þeir eigi að gera og stefna að.

Hins vegar er bent á það í bókinni að þetta kunni að verða of flókið og kostnaðarsamt að finna nákvæmlega hvað þessir mælikvarðar eigi að vera.

Ég er nú sammála þessari kenningu og mér hefur funndist BSQL vera óþarflega flókið oft á tíðum. Þú þarft að þekkja skipulagsheildina mjög vel til að geta hannað þetta kerfi og ég á erfitt með að sjá að ávinningurinn sé það mikill að hann borgi upp allt erfiðið. Það er til dæmis sagt í BSQL að lyftuvörðurinn þurfi að vita nákvæmlega að markmið hans sé að flytja fólk á skilvirkan og góðan hátt á milli hæða, þetta þarf allt að skrá svo að sá sem á að fylgjast með mælikvarðanum geti nú gert skil á því.

Þið sem þekkið til - hvað finnst ykkur?


Annar skóladagurinn

Dagur númer tvö gekk ekki alveg jafn vel og sá fyrsti. Var mættur út á lestarstöð rétt fyrir átta, keypti miða og rétt missti af lestinni í Skólann. Hafði nú ekki miklar áhyggjur af því þar sem ég vissi að næsta lest færi eftir 10 mínútur. En þá kemur tilkynning í kallkerfið að lestinn sem ég ætlaði að taka stoppi ekki á Schiphol (þar sem ég þurfti að fara og skipta um lest) heldur fari beint á Amsterdam Centraal. Allt lestarkerfið var sem sagt í einhverju tjóni í gær og ég komst í lest 18 mín yfir átta sem átti að fara beint til AMS zuid en hún fór bara á Schiphol þar sem ég þurfti að skipta og komst loksins á áfangastað.

Mættur í skólann rétt yfir níu, tíminn byrjaði á slaginu. tók lyftuna upp á fjórðu og inní stofu 4A00 nema hvað að þar var allt á Hollensku og stærðfræði í þokkabót. Hmm eitthvað hafði ég nú litið vitlaust á töfluna, fór út og kíkti í bókina mína og sá að ég átti að vera í KC135. Hvar í ósköpunum er það nú eiginlega. Skoðaði á öll skiltinn í byggingunni en fann þetta ekki að lokum fór ég og spurði í afgreiðslunni og þar var mér sagt að þetta væri í næstu byggingu. Svo ég hélt þangað og fann að lokum stofuna hálf tíma of seint.

Til að bæta gráu ofan á svart var þetta ekkert sérstakur tími. Hann þuldi bara uppúr bókinni og bætti engu sérstöku við það sem ég hafði nú þegar lesið, hefði sem sagt getað verið heima og klárað að lesa kaflana. En ég þarf í staðinn að gera það í dag því að í næstu viku verður klárað að fara í gengum bókina og verkefnavinna hefst svo í þar næstu viku.

Það góða sem gerðist í gær var að ég pantaði loksins netið, kláraði að ganga frá skólagjöldunum og náði að prenta slatta út. Þannig að ég hef nóg lesefni í dag, best að fara að koma sér að verki!!!


Fyrsti skóladagurinn

Ég fór í fyrsta tímann í gær, management studies. Ég mætti tímanlega því ég átti eftir að kaupa bók og skila af mér nokkrum skjölum á skrifstofuna. Það veitti ekki af þessum tveimur tímum sem ég hafði til þess, rétt meikaði það í tíman á réttum tíma!

Fyrsti tíminn minn fjallaði um stjórnun eða management studies. Það er nú nokkuð skondið frá því að segja að það er ekkert próf í þessu fagi heldur á maður að velja sér spurningu og reyna að svara því afhverju stjórnun er mikilvæg. Það eiga hreinlega allir að geta skilið hvað þetta gengur út á eftir að hafa lesið 15-20 blaðsíðna ritgerð um þetta, allavega út á það gengur þetta verkefni. En síðan þarf maður reyndar að halda úti bloggi um vinnuna og taka þátt í fjórum "áskorunum" til að klára áfangan um miðjan október.

Ef þú lesandi góður ert orðin gersamlega týndur í þessum skrifum að þá finnst mér það ekki skrítið. Mér lýst nokkuð vel á þessa nálgun og held að þetta muni eiga mjög vel við mig. Þeir tala allavega mikið um að við verðum að geta útskýrt það sem við erum að gera á einfaldan og góðan hátt.

Ég var mjög ánægður með þennan tíma og framhaldið lofar góðu.


Af Pöbbarölti, bátsferð og lögreglurassíu

070901 008Þetta hefur nú verið viðburðarrík helgi hér í Hollandi. Á föstudaginn var haldið á skipulagt pöbbarölt með skólanum hennar Álfheiðar. Við fengum að kynnast mismundandi pöbbum bæjarins þar á meðal kokteilabar. Við erum kominn með ágætis rúnt fyrir gesti núna sem vilja kynnast pöbbamenningunni, enda er svakalega mikið af pöbbum hér.

Í gær var svo haldið á markaðinn sem er alla miðviku- og laugardaga. Þar er hægt að fá fatnað, efni, kjöt, fisk, grænmeti, blóm og markt fleira. Verður eflaust fastur punktur að skella sér á hann á laugardögum. Eftir stopp í stórmarkaðnum, var haldið í bátsferð. Já áður en við förum í hana að þá vill ég vekja athygli á því hversu frábært hjólið mitt er. Hálfur bjórkassi passar ákkúrat á böglaberann en einmitt var þessi kassi á útsölu á ca 250 kr íslenskar, ekki slæmt fyrir 12 bjóra. Bátsferðin var mjög góð, wim og marielle buðu okkur á siglingu hér fyrir utan borgina. Þar er vatn og hægt að sigla síðan inn í hinar ýmsu borgir hér eftir síkjunum. Svaka kerfi utan um þetta allt saman umferðaljós og besínstöðvar.

Það var áhugavert að sjá að hér rétt fyrir utan á vatninu er eyja sem skátarnir eiga. Þarna fara sjóskátarnir í útilegur og stunda siglingar þaðan. Það eru víst bara um 25 þúsund sjóskátar hér í kring.

Í morgun vöknuðum við upp við það að lögreglan var kominn að heimsækja nágranna okkar í þar næsta húsi. Sáum einn hlaupa undan hér baka til svaka mikill æsingsleikur. Við vorum nú vel sátt við þessa hreinsun og vonumst eftir betri nágrönnum.

Morgun er skráning í bæinn kl. 11:20, verð að mæta á réttum tíma, og svo skólinn eftir hádegi.


« Fyrri síða

Höfundur

Jón Ingvar Bragason
Jón Ingvar Bragason

Ég stunda Mastersnám í Amsterdam og er á heimleið, ótrúlegt en satt. Á þessu bloggi reyni ég að greina frá því sem verður á vegi mínum og hugleiðingar um hin ýmsu málefni.

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Tónlist

Dixiebandið Öndin



Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband