Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008
8.4.2008 | 11:11
Kandersteg, mikið fjör og kallinn klipptur
Ég skipulagði tengslaráðstefnu sem haldin var í Kandersteg í Sviss um helgina. Það voru 23 þátttakendur á ráðstefnunni auk þess sem um 30 Róverskátar voru á hliðstæðum viðburði þannig að góður fjöldi saman kominn í miðstöðinni.
Það vildi svo vel til að klipparinn minn hann Ingó var einn af þátttakendunum svo að ég að sjálfsögðu pantaði tíma hjá honum í klippingu. Honum fannst nú svo mikið til koma að ég hefði beðið í 7 mánuði eftir þessu þannig að hann varð auðfúslega við þessari beiðni.
En já helgin gæti dregið frekari dilk á eftir sér sem verður gert betur grein fyrir síðar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
2.4.2008 | 14:43
Ég er á leiðinni til Kandersteg
Eftir þrjá tíma á ég flug til Zurich í Sviss en stefnan er tekin á skátamiðstöðina í Kandersteg. Þar er ég að halda "ráðstefnu" um málefni Róverskáta í evrópu. Ég er nokkuð spenntur fyrir þessari för, það er snjór í Kandersteg svo þetta lofar bara nokkuð góðu. Mínusinn er að skilja Álfheiði eftir eina heima en þetta er nú ekki langferð að þessu sinni.
En já best að klára að pakka húfu og vettlingum, tölta út á lestarstöð og koma sér í flug.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.4.2008 | 12:52
Hættuleg braut...
Ég hætti mér greinilega út í viðkvæmt umræðuefni í gær með því að benda á villur í málflutningi mótmælenda hás eldsneytisverðs. Það er alltaf sama sagan með mótmæli á íslandi að þegar maður bendir á veikleika í málflutningi að þá byrja menn að skjóta það í kaf. Það er náttúrulega þannig að sókn er besta vörnin.
Flutningabílstjórum finnst það fínt að leggja trukkum sínum í Ártúnsbrekkunni til að mótmæla hækkun á eldsneytisverði, gott og gilt. En afhverju hafa þessir sömu menn ekki unnið að því að finna betri leiðir til að spara eldsneyti á trukkunum, t.d. keyra með vistvænum hætti, ekki láta bílana ganga endalaust osfrv.
Almenningur getur sparað með að selja annan fjölskyldubílinn og fengið sér annaðhvort rafmagnsbíl eða metanbíl. Eða heinlega bara að fá sér reiðhjól og nota það, ekki er það svo mikið mál.
Málið er að svo lengi sem við erum háð öðrum með eldsneyti að þá ráðum við litlu um verðið, það er alltaf hægt að agnúast út í skattheimtu ríkisins en þegar öllu er á botninn hvolft að þá er það kannski ekki aðal orsökin.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Vinir og félagar
Bloggvinir
- Andrés Björnsson
- Anna Panna
- Anna Runólfsdóttir
- Daníel Sigurður Eðvaldsson
- Einar Jón
- Guðmundur Pálsson
- Guðný og Reynir
- J. Einar Valur Bjarnason Maack
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Matti sax
- Nanna Guðmundsdóttir
- Rúnar Már Bragason
- Vignir Rafn Valþórsson
- Áslaug Helga Hálfdánardóttir
- Þóra I. Sigurjónsdóttir
- Alheimsvaldur
- Hjalti Grétarsson
- Siggi & Inga
- Sigurður Viktor Úlfarsson