11.4.2008 | 12:40
Allt í föstum skorðum
Það er allt komið í fastar skorður eftir ferðalög og veikindi síðustu vikna. Ég er að vinna hörðum höndum að því að vinna upp í skólanum sem ég komst ekki yfir síðustu vikur. Þetta ætti allt að vera komið í réttan farveg í lok næstu viku.
Ásgeir Ólafsson kom til okkar á miðvikudaginn. Hann er í útskriftarferð með skólanum sýnum og er í dagskrá með þeim fram á sunnudag þegar við sjáum hann aftur. Stíf dagskrá hefur að sjálfsögðu verið skipulögð án hans vitneskju; sunnudag verður stíf bjórsmökkun á belgískum bjór, mánudag verður farið eitthvað og um kvöldið er Grísk afmælisveisla. Hann verður svo sendur heim á þriðjudag í meðferð...
Evran virðist vera að rétta úr kútnum núna sem er MJÖG gott mál. Þetta flakk á krónunni hefur kostað okkur nokkra þúsundkallana þannig að við vonum að hún rétti sig við fyrr en síðar.
Já að lokum að þá talaði ég um að síðustu vikur gætu dregið dilk á eftir sér. Hver þessi dilkur er verður ekki gefið upp fyrr en það er orðin ljóst hvort af honum verði.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.4.2008 | 11:54
heyr heyr
Flott ályktun hjá SINE og alveg í takt við þarfir félagsmanna. Auðvitað væri gott líka að breyta hluta af þessu í styrk en ég myndi sætta mig við að fá greitt út mánaðarlega. Einnig væri gott að breyta kerfinu þannig að á hverju ári stendur þú skil á 60 ects í stað hverrar annar þar sem annir eru mjög breytilegar eftir löndum.
Annað sem er fáránlegt að þú getur ekki frestað greiðslum þegar þú hefur nám. Þú verður að sýna fram á námsárangur og ekki hafa þénað meira heldur en ákveðna upphæð árið áður. Það er ekki tekið tillit til þess að þú þarft að leggja út í talsverðan kostnað við að hefja námið og þrátt fyrir að maður hafi tekjur að þá dekkar það bara það sem þarf að leggja til hliðar áður en haldið er af stað, borga fyrirframgreiðslur vegna leigu og þess háttar.
Vonandi að LÍN taki mark á þessu og endurskoði reglurnar.
![]() |
Vilja fyrirframgreiðslur námslána |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
8.4.2008 | 11:11
Kandersteg, mikið fjör og kallinn klipptur
Ég skipulagði tengslaráðstefnu sem haldin var í Kandersteg í Sviss um helgina. Það voru 23 þátttakendur á ráðstefnunni auk þess sem um 30 Róverskátar voru á hliðstæðum viðburði þannig að góður fjöldi saman kominn í miðstöðinni.
Það vildi svo vel til að klipparinn minn hann Ingó var einn af þátttakendunum svo að ég að sjálfsögðu pantaði tíma hjá honum í klippingu. Honum fannst nú svo mikið til koma að ég hefði beðið í 7 mánuði eftir þessu þannig að hann varð auðfúslega við þessari beiðni.
En já helgin gæti dregið frekari dilk á eftir sér sem verður gert betur grein fyrir síðar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
2.4.2008 | 14:43
Ég er á leiðinni til Kandersteg
Eftir þrjá tíma á ég flug til Zurich í Sviss en stefnan er tekin á skátamiðstöðina í Kandersteg. Þar er ég að halda "ráðstefnu" um málefni Róverskáta í evrópu. Ég er nokkuð spenntur fyrir þessari för, það er snjór í Kandersteg svo þetta lofar bara nokkuð góðu. Mínusinn er að skilja Álfheiði eftir eina heima en þetta er nú ekki langferð að þessu sinni.
En já best að klára að pakka húfu og vettlingum, tölta út á lestarstöð og koma sér í flug.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.4.2008 | 12:52
Hættuleg braut...
Ég hætti mér greinilega út í viðkvæmt umræðuefni í gær með því að benda á villur í málflutningi mótmælenda hás eldsneytisverðs. Það er alltaf sama sagan með mótmæli á íslandi að þegar maður bendir á veikleika í málflutningi að þá byrja menn að skjóta það í kaf. Það er náttúrulega þannig að sókn er besta vörnin.
Flutningabílstjórum finnst það fínt að leggja trukkum sínum í Ártúnsbrekkunni til að mótmæla hækkun á eldsneytisverði, gott og gilt. En afhverju hafa þessir sömu menn ekki unnið að því að finna betri leiðir til að spara eldsneyti á trukkunum, t.d. keyra með vistvænum hætti, ekki láta bílana ganga endalaust osfrv.
Almenningur getur sparað með að selja annan fjölskyldubílinn og fengið sér annaðhvort rafmagnsbíl eða metanbíl. Eða heinlega bara að fá sér reiðhjól og nota það, ekki er það svo mikið mál.
Málið er að svo lengi sem við erum háð öðrum með eldsneyti að þá ráðum við litlu um verðið, það er alltaf hægt að agnúast út í skattheimtu ríkisins en þegar öllu er á botninn hvolft að þá er það kannski ekki aðal orsökin.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
31.3.2008 | 13:08
Kaldhæðni örlagana
Verð á eldsneyti í evrópu er víða um 1,45 evru sem er um 175 íslenskar krónur. Bílstjórar mótmæla háu verði með því að stoppa umferð á götum borgarinnar. Ég bara spyr eru þeir ekki að snúa kröftum sýnum að vitlausum aðila, ríkið hefur engu breytt í sýnum álögum sbr að eldsneyti er dýrara víðast hvar í evrópu. Frekar er hægt að segja að haldið hafi verið aftur að hækkunum! Þetta kalla ég kaldhæðni örlagana...
Það er víst rétt að klára færslur áður en þær eru birtar...
1. Það sem ég átti við með kaldhæðni örlagana er að sveflur í gengi hafa orðið til þess að eldsneyti hækkar stöðugt, en það verður jafnramt til þess að eldsneytisverð á íslandi er mun lægra en í evrópu.
2. Þegar ég tala um eldsneyti að þá á ég bæði við dísel og bensín því í Hollandi og Þýskalandi er þetta á sama verði.
![]() |
Bílstjórar aka óvenju hægt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
29.3.2008 | 23:33
Tapaður klukkutími
Í nótt þegar klukkan er 01:59 að þá verður hún 03:00 mínútu seinna. Sumartími tekur formlega gildi í nótt svo maður hefur fullkomna afsökun fyrir að mæta á vitlausum tíma á mánudaginn og svona eitthvað fram eftir næstu viku, oh sumartími ég hélt að það væri ekki fyrr en seinna.
En hvernig er þetta eiginlega, ekki nóg með að maður sé rændur af völdum gengissveflna heldur tapar maður klukkutímanum sem maður græddi í haust. Úff stutt nótt framundan...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.3.2008 | 10:01
Gengið
Einhverntíman síðasta haust var ég að kvarta yfir flökti á gengi krónunnar gagnvart evrunni. Við gerðum áætlanir um kostanað við námið hjá okkur síðasta sumar og gerðum ráð fyrir þó nokkrum sveflum en hver hefði getað ímyndað sér að evran færi úr 85 krónum í 120 krónur. Til að setja þetta í samhengi að þá borga ég núna 35 þús meira í húsaleigu á mánuði heldur en í upphafi og það án þess að leigan hafi hækkað nokkuð. Ég hefði getað flogið til íslands í hverjum mánuði fyrir þennan pening.
Fyrir okkur þá þýðir þetta að maður þarf að beita aðhaldi, sleppa því að fara í ferðalög og svoleiðis óþarfa. Ég vona að ástandið lagist fljótlega svo að við getum allavega gert eitthvað í sumar okkur til skemmtunar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27.3.2008 | 12:51
Var metinn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.3.2008 | 20:19
IMWe, ferðalag, veikindi og skóli
Fyrirsögin segir þetta svo sem en ætli það sé ekki rétt að útskýra þetta örlítið.
IMWe var haldið um páskana með þemanu "Arabian Nights, bazar in Al'Mashewa". Mikið stuð en mitt hlutverk að þessu sinni var að leika geldinginn Nohbals sem reyndist ekki vera geldingur heldur var bara að þykjast til að komast nærri prinsessunni. Sagan gekk út á það í ár að hinn gamli góði Kalif var að deyja og dóttir hans var ógift og það þurfti að finna eiginmann handa henni. Sérlegur ráðgjafi Kalfi hann IsNoGood var alltaf að plotta nýjar leiðir til að drepa hann en mistókst það í hvert skipti. Á endanum kepptu þeir Dessert Prince og Sand Ali um að vinna hug prinsessunnar og Dessert Prince hafði betur. Það mættu 20 íslendingar á svæðið af um 90 þátttakendum. Mikið stuð en ég varð veikur um miðja síðustu viku og passaði mig ekki nógu vel en er að verða góður núna.
Ferðalagið var skrýtið. Jostein og Ole flugu til Amsterdam og við keyrðum saman til Rieneck. Þetta gekk ágætlega en nokkuð um umferðartafir og við vorum 6 og hálfan tíma á leiðinni eða um klukkutíma lengur en áætlað hafði verið. Það snjóaði þó nokkuð síðustu dagana og í gær þegar við vorum á leiðinni heim, á sumardekkjum, að þá komumst við að því að þjóðverjar eiga bara að halda sig heima þegar það snjóar. En okkur tókst að komast til baka í tíma til að skila bílnum, munaði samt bara 20 mínútum.
Skólinn er nú tekinn við og margt sem hefur setið á hakanum. Ég átti að skila nýrri Research proposal á morgun en það gengur ekki. Það verður unnið stíft næstu daga til að komast aftur á rétt skrið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Vinir og félagar
Bloggvinir
-
Andrés Björnsson
-
Anna Panna
-
Anna Runólfsdóttir
-
Daníel Sigurður Eðvaldsson
-
Einar Jón
-
Guðmundur Pálsson
-
Guðný og Reynir
-
J. Einar Valur Bjarnason Maack
-
Jón Grétar Sigurjónsson
-
Matti sax
-
Nanna Guðmundsdóttir
-
Rúnar Már Bragason
-
Vignir Rafn Valþórsson
-
Áslaug Helga Hálfdánardóttir
-
Þóra I. Sigurjónsdóttir
-
Alheimsvaldur
-
Hjalti Grétarsson
-
Siggi & Inga
-
Sigurður Viktor Úlfarsson