20.3.2008 | 09:51
Ég er á IMWe
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
12.3.2008 | 10:29
Rok hinna miklu sverða
Ég fór út í morgunsárið að versla eins og eitt sverð og brækur fyrir IMWe. Það er svo sem ekki frásögum færandi nema hvað ég ákvað að fara á hjólinu mínu. Það er ekkert smávegins erfitt að hjóla í miklu roki, sérstaklega þegar maður er nú bara með þrjá gíra, sem by the way er bara nokkuð merkilegt í þessu landi. Þetta hafðist nú allt og núna er búningurinn fyrir IMWe nánast að verða klár, sæki restina af honum í kvöld.
Annars er ég að reyna að lesa og koma mynd á þetta lokaverkefni mitt, mikið verð ég fegin á morgun ef þetta gengur allt upp hjá mér. Vonum það besta!!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.3.2008 | 11:59
Lífrænt eldsneyti
Ég er að vinna verkefni um lífrænt eldsneyti (biofuel) núna í skólanum. Það eru greinilega ótrúlegir hlutir að gerast í að leyta leiða til að finna nýjar leiðir fyrir eldsneyti á bíla og önnur tæki. Ísland er nú framarlega t.d. í vetnisvæðingu. Það sem er sérstakt í þessu öllu er að það er ekki boðið uppá biodiesel á Íslandi, allavega ekki svo ég viti. Það hefur verið boðið uppá þennan valmöguleika víða í evrópu á síðustu 10 árum. Var bara að velta því fyrir mér afhverju hefur ekki verið boðið uppá þennan valkost, það þarfnast ekki neinna breytinga á bílum eða bensínstöðvum. Annars er útlit fyrir að ef Íslendingar halda áfram að þróa vetni og metan að þá verðum við í góðum málum í framtíðinni.
Langur dagur framundan við að vinna að þessu verkefni og finna greinar fyrir lokaverkefnið. Best að halda áfram því verki.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.3.2008 | 15:48
Lokaverkefnið
Ég fundaði í dag með leiðibeinandanum mínum út af lokaverkefninu. Þetta var áhugaverður fundur en hann hefði mátt vera haldin miklu fyrr. Hún var nú ekki alvega að kaupa tillöguna mína til að byrja með en þegar við fórum yfir sviðið og aðrar hugmyndir sem ég hafði í farteskinu að þá ákvað hún að gefa þessu sjéns. Ég hef núna frest fram á fimmtudag að forma þetta betur, finna tengingar í fræðina og koma með nýja tillögu. Það eru sem sagt vökunætur framundan hjá mér til að ná að koma þessu saman.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.3.2008 | 14:57
Veislumatur
Við ákváðum að klára jólasteikina í gær, elduðum restina af hryggnum sem var í matinn á aðfangadag. Þessu var skolað ljúflega niður með appelsínu og malti úje ekkert smá flott. Við lágum afvelta eftir þetta í allt gærkvöld.
Nú er það að reyna að halda sér að námi og lesa og undirbúa IMWe um leið. Þetta er allt að koma.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.3.2008 | 13:41
blogg á dag kemur skapinu í lag
Dugnaðurinn í bloggskrifum er að drepa mig. Ég er nú búin að afreka tvær vikur á hverjum degi, allavega þegar þessari færslu er lokið. Get nú reyndar ekki sagt að þetta sé alveg að drepa mig en ágætt að hafa þetta bara í ferli, ein færsla á dag kemur skapinu í lag.
Helstu vandræðin eru að hafa eitthvað innihald í þessu. Til að takast á við það hef ég valið viðfangsefni úr daglega lífinu eða eitthvað sem ég sé þegar ég er að lesa efni í tengslum við námið. Núna er ég í vandræðum út af því að ég er að lesa um tölfræðigreiningar sem er nú frekar leiðinlegt efni, allavega finnst mér það.
Ótrúleg umræða um heimagreiðslur í Reykjavík. Fullyrðingar um að þær séu ákveðin upphæð þrátt fyrir að það hafi ekki verið gefið út, að þetta sé kvennagildra og þar fram eftir götunum er náttúrulega fáránlegt. Er pólitíkin í Reykjavík virkilega á svona lágu plani að fólk kemur með fullyrðingar án þess að þær eigi endilega við rök að styðjast. Ég veit til að mynda ekki annað en að þessi aðferð hafi virkað mjög vel í mínum heimabæ Kópavogi.
En ég ætla að halda áfram að lesa um aðferðafræði, tölfræðigreiningar og fleiri skemmtilegt...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.3.2008 | 14:35
Rotin vínber og lokaverkefni
Það tókst, ég skilaði inn drögum að rannsóknar tilgátunni í gær. Þarf reyndar að bæta við tengingu í fræðin svo það er verkefni helgarinnar. Fundur með leðibeinandanum mínum er á mánudaginn þar sem ég fæ að vita hvort ég geti hafist handa við verkefnið af fullum þunga.
Svona tengt þessu máli óbeint að þá er ég að lesa nokkrar greinar núna til að tengja fræðina við lokaverkefnið. Í einni greinninni rakst ég á áhugaverðan punkt um Rauðvín eða vín framleiðslu almennt. Það er vínframleiðandi í Bandaríkjunum sem fór áhugaverða leið fyrir um 10 árum síðan. Þeir ákváðu að kalla framleðiðsluna sína Rotten GRAPES eða rotin vínber. Á miðan á flöskunni frá þessum framleiðanda stendur svo að þetta hafi verið hugmynd frá markaðstjóra fyrirtækisins til að höfða til almennings, það að drekka rauðvín er ekki bara fyrir uppana heldur eiga allir að hafa möguleika á því að njóta góðra drykkja.
Mér þótti þetta athyglisvert í samhengi við umræðuna um að gefa sölu á áfengi frjálsa á Íslandi. Það hafa komið fjölmörg rök gegn því en líka önnur með. Ég tel að með að leyfa frjálsa sölu að þá opnum við fyrir marga spennandi möguleika og jafnframt möguleika fyrir ríkið að stjórna aðgengi og upplýsingum um vín með nýjum hætti. Eins og dæmið hér á áðan um rauðvínið sýnir að þá er hægt að nálgast hlutina frá mismunandi sjónarhornum, vera svolítið skapandi og opin fyrir nýjum leiðum.
Bara ef lífið væri svona einfalt!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.3.2008 | 10:41
kindur til sölu eða fósturs
Í gærkvöldi skellti Álfheiður allt í einu uppúr, hún fann þessa líka frábæru nýju íslensku síðu sem er að bjóða kindur til eigna eða fóstur. málið er að þú leggur fram ákveðna upphæð og þá átt þú viðkomandi kind en hún er samt ennþá í sveitinni þar sem vel er hugsað um hana. Á hverju ári færð þú jólakort frá kindinni og getur fengið ullina senda líka. Það var nú komin tími til að bændastéttin færi að prófa eitthvað nýtt, vera með frumkvæði í að gera þessa búgrein arðvænlega. Kíkið endilega á þetta, slóðin er www.kindur.is
Ég er að bisast við að finna efni fyrir lokaverkefnið mitt. Var í allan gærdag að spá hvort ég ætti að hafa rannsóknarspurninguna svona eða hinsvegin! Þetta verður fjör næstu mánuði að sitja heima og rökræða við sjálfan sig um þessi mál, ætli ég verði ekki bara skrýtnari en ég er nú þegar þegar þessu öllu saman líkur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.3.2008 | 11:16
Viltu taka við pakka til nágrannans?
Það er ýmsilegt sem gerist svona þegar maður er farinn að hanga heima allan daginn. Annan hvern dag, að jafnaði, er dyrabjöllunni hringt og fyrir utan stendur maður með pakka. Þessi pakki er því miður nánast aldrei til mín heldur einhverra af nágrönnum mínum. Þegar ég opna að þá er ég alltaf spurður hvort ég vilji ekki taka við pakkanum fyrir nágranna minn? Alltaf svara ég nei ég þekki kauða ekki neitt og veit ekki hvað er í þessum pakka! Sendillinn er alltaf jafn hissa á þessu viðkvæði mínu og skilur ekkert í því að ég vilji ekki taka við sendingunni, sennilega út af því að það skapar viðkomandi óþarfa vinnu með því að koma aftur með pakkann daginn eftir.
Er ég eitthvað skrítinn, á maður að taka við pakka til Péturs og Páls út í bæ?
Af náminu! Ég er hálfnaður með drögin að rannsóknar tillögunni minni. Þarf að klára það helst í dag því að ég á að skila þessu á morgun, fundur á mánudaginn þar sem ég fæ staðfestingu hvort ég megi gera það sem ég legg til eða ekki.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.3.2008 | 10:33
Hefjast skriftir
Í dag hefst ég handa við að skrifa. Markmiðið er að annað kvöld ljúki ég við rannsóknar tilgátuna, það reyndar veltur á því hvort ég fái svar frá leiðbeinendanum mínum um hvort ég get farið þá leið sem ég vill fara. Hugmyndin sem ég er að vinna með núna er að gera rannsókn á Latabæ. Til vara að þá er það að rannsaka útgáfufyrirtæki og afhverju þau eru alltaf skrefi á eftir markaðnum með að tileinka sér nýja tækni. Gaman að sjá hvernig þetta þróast þessa vikuna.
Í gær fékk ég tilkynningu að út af miklu álagi í MIP áfanganum að þá verður engin fyrirlestur á morgun. Ég get nú ekki sagt að ég hafi verið hissa því að þessir fyrirlestrar hafa ekki þjónað neinum tilgangi, við erum öll að vinna með mismunandi fyrirtæki og eigum að hafa nægilega þekkingu til að gera hlutina sjálf með aðstoð leiðbeinanda.
Markmið gærdagsins náðist og í dag og á morgun eru það bara skriftir!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Vinir og félagar
Bloggvinir
-
Andrés Björnsson
-
Anna Panna
-
Anna Runólfsdóttir
-
Daníel Sigurður Eðvaldsson
-
Einar Jón
-
Guðmundur Pálsson
-
Guðný og Reynir
-
J. Einar Valur Bjarnason Maack
-
Jón Grétar Sigurjónsson
-
Matti sax
-
Nanna Guðmundsdóttir
-
Rúnar Már Bragason
-
Vignir Rafn Valþórsson
-
Áslaug Helga Hálfdánardóttir
-
Þóra I. Sigurjónsdóttir
-
Alheimsvaldur
-
Hjalti Grétarsson
-
Siggi & Inga
-
Sigurður Viktor Úlfarsson