4.1.2008 | 13:00
Annáll 2007
Í upphafi árs hef ég haft það fyrir sið að gera upp það gamla, aðalega fyrir mig til að sjá hvað ég gerði á síðasta ári. Árið 2007 verður sennilega flokkað sem ár stórra breytinga en förum lauslega yfir þetta:
Janúar
Árið byrjaði með miklum fundarhöldum enda ný skátadagskrá að komast á loka stig. Þegar ég lít í dagbókina mína sé ég að ég hef verið á fundum meira og minna alla daga vikunnar. Man svo sem ekki til þess að neitt annað markvert hafi gerst þennan mánuðinn.
Febrúar
Byrjaði mánuðinn á að funda með skátafélögum sem voru að forprófa skátadagskrána, fundurinn var haldin í Ölveri í Borgarnesi þar sem farið var yfir hvað gekk vel og hvað mætti betur fara. Helgina eftir var haldið á IMWefund í Þýskalandi og þó svo ég muni það ekki sérstaklega að þá virðist vera sem ég hafi dvalið nokkra daga aukalega þar. Í þessum mánuði byrjaði bíllinn að gefa sig líka og þegar upp var staðið í ágúst að þá kostaði þetta okkur frekar mikla peninga að halda honum gangandi þessa sex mánuði sem ég átti eftir að eiga hann. Ég hélt ræðu í skátamessu í Grafarvogi sem mig minnir að hafi nú bara gengið ágætlega og það var áframhald á fundum fyrri mánaðar nánast alla daga vikunnar.
Mars
Fór öðru sinni á ráðstefnu um dagskrár og þjálfunarmál, að þessu sinni í Houens Odde í Danmörku. Ferðin var nokkuð góð og skilaði góðum árangri fyrir loka hnykkinn í að klára skátadagskrána. Um miðjan mánuð tók ég TOFEL prófið sem gekk nokkuð vel og já lauk við að senda inn umsókn í skólann. Við buðum nokkrum í mat þar sem spilaður var Murder leikur, mikið stuð. Skátaþing var haldið í lok mánaðarins þar sem skátadagskráin var samþykkt og þar með lauk formlega þriggja ára vinnu við hana og innleiðingarferlið hófst. IMWe fór fram um mánaðarmótin mars apríl með þemanu "Sherlock Holmes Murderd?" og lék ég Dr. Watson. IMWe heppnaðist einstaklega vel að þessu sinni.
Apríl
Imwe stóð alveg fram í miðjan mánuð og við tóku svanstónleikar, sumardagurinn fyrsti þar sem ég var ræðumaður dagsins í Kópavogi og RAP grill þar sem við sem höfðum unnið í fremstu línu gerðum upp starfið með mökum. Ég fékk staðfestingu í lok mánaðarins á því að ég hafði komist inní Vrije Universiteit í Amsterdam og undirbúningur fyrir flutning komst á fullt.
Maí
Evrópuþing skáta í Slóveníu kom óvænt inn hjá mér. Það hafði ekki verið á dagskrá að fara þangað en sökum forfalla var ég beðin um að slást í hópinn. Mjög skemmtilegt þing þar sem málefni skáta í evrópu voru rædd. Á heimleiðinni fór ég til Rieneck í Þýskalandi á IMWefund og svo tók Jamboree undirbúningur við.
Júní
Mikil fundarhöld einkenndu mánuðinn þar sem ég fór og heimsótti skátafélög sem vildu taka upp skátadagskrána. Einnig var ég í framlínunni sem veislustjóri í 60 afmælinu hjá Mömmu og Pabba sem haldið var með pompi og pragt 9. júní. Á 17 júní var óvenju mikið að gera þar sem svanurinn spilaði tvisvar og öndin spilaði einu sinni og vatnskassinn í bílnum gaf sig. Fór í brúðkaup hjá Gumma og Gásu helgina eftir þar sem Öndin spilaði einnig. og Jamboree undirbúningur í algleymingi.
Júlí
Afmælismót á Úlfjótsvatni þar sem póstar fyrir Jamboree voru prófaðir, svansútilega í Fljótshlíð þar sem Svanir voru kvaddir og jamboree. Já í lok mánaðarins var haldið á Alheimsmót skáta (Jamboree) á Englandi með yfir 400 íslenska skáta. Mótið var að sjálfsögðu ótrúleg upplifun og margt skemmtilegt gerðist þar sem of langt er að telja upp hér.
Ágúst
Jamboree lauk og undirbúningur fyrir menningarnótt og brottför af Íslandi náði hámarki. Spilaði á menningarnótt og fór í brúðkaup hjá Elvu og Reyni sama dag. Í því brúðkaupi var ég líka veislustjóri sem ég held að ég hafi klárað með nokkrum sóma þrátt fyrir að þurfa að stinga af áður en veislunni lauk. Við þryfum íbúðina og skiluðum henni til Freys 22. ágúst og flugum svo af landi brott daginn eftir. Þá var sem sagt allt komið í geymsluna, bílinn seldur og ferðatöskur úttroðnar. Á Schiphol flugvelli í Amsterdam tóku þau Wim og Marielle á móti okkur og keyrðu okkur til Leiden til að ganga frá Leigusamningi og svo í nýju heimkynni okkar.
September
Skólaganga hófst á nýjan leik við Vrije Universiteit í Amsterdam. Skrapp á IMWe fund í byrjun mánaðarins og við fengum fyrstu gestina um miðjan mánuð, Evu og Inga. Kynnti Roverway á skátamóti í Boxtel í Hollandi.
Október
Skólinn hélt áfram þar sem ég lauk fyrstu tveimur fögunum. Í enda mánaðarins var haldið í skoðunarferð til Rotterdam.
Nóvember
Ný önn hófst og ég fór á skátafund í Dublin. Í byrjun mánaðarins komu Guðmundur og Torfhildur foreldrar Álfheiðar í heimsókn færandi hendi. Þau komu með mat fyrir jólin. Álfheiður hafði tekið saman dagskrá og við skoðuðum Leiden og Amsterdam og borðuðum mikið af góðum mat.
Desember
Byrjaði mánðuðinn á skátafundi í Kandersteg. Steinunn kom og var hjá okkur yfir jólin þar sem við átum mikið af góðum mat og fórum víða. Meðal annars var skroppið til Amsterdam og Anterwerpen. Um áramótin vorum við svo í Rieneck skátakastalanum í Þýskalandi.
Þetta er annáll ársins í mjög stuttu máli. Ég er örugglega að gleyma einhverju en það má segja að þrennt hafi staðið virkilega uppúr á árinu:
- Skátadagskráin kláraðist
- Alheimsmótið á Englandi
- Flutningur til Hollands
Fyrir utan annað sem var líka frábært svo sem afmælið hjá Mömmu og Pabba og brúðkaup.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.1.2008 | 15:18
Gleðilegt nýtt ár
Við komum til baka seint í gær eftir góða ferð til Þýsklands. Við leigðum okkur bíl, að sjálfsögðu Renault Megané, og keyrðum sem leið lá til Rieneck í Þýskalandi (um 80 km frá Frankfurt). Stoppuðum reyndar stutt hjá Christof og Christoph í Bad Orb.
Það er ótrúlegt að keyra eftir þessum þýsku hraðbrautum. Maður þeysti þetta á 130 mest af leiðnni en stóru BMW og Benz þustu fram úr án mikillar fyrirhafnar. Ferðalagið var einfallt og þægilegt, þökk sé Google Earth og góðri leiðsögn Álfheiðar.
Í kastalanum í Rieneck tókum við því að mestu rólega, spilðum spil, sungum, horfðum á myndir, göngutúrar og fórum til Wurtzburg. Á gamlárskvöld var boraður góður matur og fljótlega eftir það var horft á myndina "Dinner for one" sem þjóðverjar horfa víst alltaf á á Gamlárskvöld. Þessi mynd fjallar um 90 afmæli konu og þjóninn hennar sem...já maður má víst ekki segja allt. Áramótnunum var svo fagnað á toppi gamla turnsins þar sem við sáum fáeina flugelda og skáluðum í freyðivíni með hinum 30 sem voru þarna með okkur.
Sem sagt góð ferð og skemmtilegt að upplifa áramót á nýjum stað!!! Myndir koma fljótlega.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.12.2007 | 12:11
Góð jól í Hollandi
Við erum búin að hafa það mjög gott þessa jólahátíðina, þökkum fyrir góðar gjafir og kveðjur.
Á aðfangadag var borðaður hryggur ásamt kökum, smákökum, og fleira góðgæti. Eftir að hafa opnað pakkana (sem náðu í tíma) og skoðað jólakortin var rætt við stórfjölskyldurnar á skype með aðstoð vefmyndavélar. Þannig að aðfangadagur var með hefðbundnu sniði hjá okkur.
Jóladagur var tekin með miklum svefni og lestri fram eftir degi. Seinnipartinn var síðan haldið í jólaboðið hjá Grikkjunum og haldið uppá alþjóðlegan jóladag. Fjölbreytt fæði í boði og farið í skemmtilegan pakkaleik.
Í dag annan dag jóla verður það tekið rólega. Myndum sennilega ekki fara út úr húsi en við verðum víst að ná í dótið okkar frá því í gær! Og svo þurfum við að ákveða hvort það verður haldið af stað til Þýskalands á morgun eða hinn daginn og þá hvaða leið verður tekin.
En ef þið hafið áhuga þá er hægt að skoða myndir á http://public.fotki.com/joningvar/jol_i_hollandi/ af ævintýrum síðustu daga hjá okkur!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.12.2007 | 11:59
Gleðileg jól
Jóla undirbúningur gengur vel hér í Hollandi. Erum að elda graut í hádegismat og í kvöld verður hryggur ásamt fleira góðgæti og til að skola þessu öllu niður höfum við að sjálfsögðu malt og appelsín.
Síðustu daga höfum við farið til Amsterdam, Antwerpen í Belgíu og Den Haag. Mikið að gera og skoða hér í kring. Núna er verið að kaupa það síðasta enda allt opið í dag hér!
Við óskum ykkur öllum gleðilegra jóla!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
19.12.2007 | 15:09
Skítakuldi
Það er kalt þessa dagana í Hollandi. Það er meira segja svo kalt að hjólið er farið að "kvarta" yfir meðferðinni. Ég var að hjóla út í búð áðan og allt í einu virkuðu gírarnir ekki og ég komst ekkert áfram, barði aðeins í hjólið og þá hrökk þetta allt í gang. Það verður spennandi að sjá hvort að það kólni meira eða hvort það hlýni á nýjan leik. Það er öruggt ef það kólnar eitthvað meira að þá fara síkin að frjósa, þá er gaman. En slíkt hefur víst ekki gerst í 10 ár er mér sagt.
Annars er það að frétta að engin veit hvað varð um töskuna með skötunni minni. Við verðum víst að gera okkur plokkfisk að góðu á Þorláksmessu! Jólakort eru farin að skila sér og einn pakki til Steinunnar. Tveir aðrir pakkar sem ég veit af eru skammt undan, vonandi!
Panið næstu daga:
Fimmtudagur
- Fara í munnlegt próf kl. 8:00 (þarf að taka lestina kl. 7:00, þetta er ekki mannlegt)
- Stórtiltekt á heimilinu áður en gesturinn kemur
- Sækja Steinunni á Schiphol um hálf þrjú ef ég man rétt
- Fara til Den Haag í Albert Heijn ef tími gefst til
- Partí um kvöldið með Grikkjunum
Föstudagur
- Skoðunarferð til Amsterdam
Laugardagur
- Ferð á jólamarkað í Dusseldorf í Þýskalandi
Sunnudagur
- Þorláksmessa og engin skata
- Fáum Wim, Marielle og börn í heimsókn í enga skötu
Aðfangadagur
- Góður matur og rólegheit
Jóladagur
- Rólegheit fram eftir degi
- Veisla hjá Grikkjunum byrjar kl. 18:00
Lengra veðrur ekki farið með planið að sinni!!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.12.2007 | 13:52
Einkavæðum Landsvirkjun
Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að það eigi að skoða það með alverlegum hætti hvort ekki sé rétt að einkavæða Landsvirkjun og önnur orkufyrirtæki í landinu. Til lengri tíma litið er ég sannfærður um að það skili þjóðarbúinu og heimilinum í landinu mun meiri ávinningi.
Þessi umræða er í það minnsta þörf og fagna ég framtaki Gísla Marteins að brydda uppá henni!
Það er ótrúlegt hvað sumt fólk er fljótt að koma með úthrópanir og vitleysu þegar það er minnst á þessi mál. Fólki er frjálst að hafa mismunandi skoðanir og að ræða hluti með rökum án þess að vera úthrópaðir vitleysingar, eins og einkennir athugasemdir margra bloggara í dag.
![]() |
Vill einkavæða Landsvirkjun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
17.12.2007 | 16:49
Skatan er týnd
Eins ég lýsti í síðustu bloggfærslu þá hélt skatan mín af stað frá íslandi um miðjan dag í gær, eða svo hélt ég. Eitthvað virðist hafa farið úrskeiðis og taskan sem skatan var í ásamt öðru góðgæti fyrir eigandan er týnd og engin veit um afdrif hennar. Ég er búinn að vera í andlegu skjokki í dag og vonandi kemur þetta í ljós von bráðar. Fyrst og fremst vona ég að það verði í lagi með skötuna mína svo hún geti nú örugglega ratað í pottinn hér í Leiden og dreift frábæri lykt um hverfið!!!
Nánari upplýsingar af þessu dulafulla máli koma fljótlega...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.12.2007 | 19:27
Ég fæ skötu
Eftir talsverða skipulagningu er ég búin að tryggja mér skötu fyrir Þorláksmessu.
Skatan var keypt í fiskbúð í dag og afhent fyrsta "burðardýrinu". Á morgun heldur
skatan af stað til Kaupmannahafnar þar sem hún býður þess að vera flutt hingað til
Leiden. Alls þurfti ég að fá fjóra aðila til að koma þessu í kring, hvað gerir maður ekki
fyrir skötuna? Ég var síðan að spá í að bjóða nokkrum útlendingum í að smakka skötu
í hádeginu á þorláksmessu - eins gott að kanna það hvernig best er að sjóða skötuna :-)
Það er aldrei að vita nema að ég fái jóla Tuborg til að hafa með skötunni.
Jólaundirbúningur hefur gengið furðuvel á heimilinu. Fórum í gær með
jólakort í póstinn og pakka til Noregs. Inga Auðbjörg flytur svo restina
til Íslands á þriðjudaginn en það er búið að kaupa allt, bara smávægilegur
lokafrágangur eftir. Þannig að núna á bara eftir að þrífa og skreyta
örlítið heimilið, það má víst ekki vera mjög mikið svo við göngum nú ekki
fram af Hollendingunum.
Jólalag Baggalúts komið út það styttist óðum í jólin :-)
Bloggar | Breytt 16.12.2007 kl. 11:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.12.2007 | 10:54
Tveimur skrefum nær...og ég missti af óveðri
Rétt í þessu var ég að skila inn verkefni, síðasta verkefnið sem ég þarf að skila inn á þessu ári. Í gær fór ég í próf svo það eina sem eftir er fyrir jól er munnlegt próf á þriðjudaginn. Þetta hefur allt gengið ágætlega hingað til og í dag ætla ég að taka mér tíma í að skrifa jólakort og ganga frá fáeinum hlutum áður en ég helli mér á nýjan leik í lestur.
Ég var að lesa það á mbl að það hefði verið óveður á sv-horninu íslandis í gær. Maður missir greinilega af öllu því skemmtilega. Maður er meira að segja farinn að kippa sér upp við smá rok hér í Leiden.
Já komst að hrikalegum hlut í gær á heimleiðinni frá skólanum. Þann 9. des þá breyttust lestaráætlanir hér í Hollandi og stundum eru þessir hlutir jákvæðir en fyrir mig að þá þýðir það að tengingin við Leiden versnaði örlítið. Það var þannig að ég gat tekið hvaða lest sem er heim og ég náði fljótlega tengingu á Schiphol, en núna þá þarf ég að bíða í 10 mínútur á Schiphol ef ég tek lestina 26 mínútur yfir af því að hún fór alltaf 24 og tengilestin 33 en núna fer hún sem sagt 26 en hin lestin 29 þannig að ég næ henni ekki og næsta lest er 45. Spáið í þessu, agalegt dæmi!!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.12.2007 | 13:41
Vika eftir og þá er komið jólafrí
Það er ótrúlega fínt að vera inni að læra fyrir próf þegar veðrið er svona leiðinlegt, rigning og kuldi hér í Leiden. Flestir myndu nú reyndar segja að 8 stiga hiti sé nú ekki mjög kalt en það er það nú bara víst!
Á morgun fer ég í próf og að því loknu þarf ég að ljúka við verkefni sem á að skila á hádegi á fimmtudag. Síðan tekur við lestur en síðasta prófið mitt er 18. des kl. 18:00 og það er munnlegt. Ég man nú ekki til þess að ég hafi áður farið í munnlegt próf í svona efni, þegar ég var í MK þá fór maður í munnlegt próf í tungumálum en ekki svona miklu efni. Við erum þrír sem förum saman í prófið og erum spurðir út í verkefni sem við unnum saman og efni annarinnar, verður spennandi að sjá hvernig þetta fer allt saman.
Annars svona í hjáverkum hef ég verið að skoða hvaða leið er best að keyra til Þýskalands á milli jóla og nýárs. Við erum búin að leigja bíl þann 27. des til 3. jan. og mestan þann tíma verðum við í skátakastala í Rieneck í Þýskalandi. Samkvæmt Google Earth að þá eru þetta 544 km sem við ættum að vera ca 5 tíma að keyra. Álfheiði langar á jólamarkað svo ég var að spá í að stoppa í Köln og kíkja þar á markaðinn, þeir eiga víst að vera opnir til 30. des. Við þurfum að skoða þetta en Google Earth er stór sniðugt forrit þegar maður er að átta sig á vegalengdum og hvar er áhugavert að stoppa á leiðinni.
En best að setja herra Senseo í gang og fá sér einn kaffibolla og halda svo áfram að lesa!!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Vinir og félagar
Bloggvinir
-
Andrés Björnsson
-
Anna Panna
-
Anna Runólfsdóttir
-
Daníel Sigurður Eðvaldsson
-
Einar Jón
-
Guðmundur Pálsson
-
Guðný og Reynir
-
J. Einar Valur Bjarnason Maack
-
Jón Grétar Sigurjónsson
-
Matti sax
-
Nanna Guðmundsdóttir
-
Rúnar Már Bragason
-
Vignir Rafn Valþórsson
-
Áslaug Helga Hálfdánardóttir
-
Þóra I. Sigurjónsdóttir
-
Alheimsvaldur
-
Hjalti Grétarsson
-
Siggi & Inga
-
Sigurður Viktor Úlfarsson