Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Bloggar

hverjum er svo um að kenna?

Það er ótrúlegt að lesa fréttir að heiman þessa dagana - það eru allir að leita að blórabögli! Ég spyr afhverju. Hver er tilgangurinn með þessu, mun okkur líða miklu betur þegar við komumst að því hverjum ástandið er að kenna? 

Heilög Jóhanna kemur fram og ætlar en á ný að bjarga öllum sem minna meiga sín. Opnum ríkissjóð og leyfum öllum að njóta, þið borgið bara til baka seinna. Bjöggi bankaráðherra kennir óráðsíumönnum um ófarirnar...hmm er þetta svo einfalt. 

Veislan sem við öll tókum þátt í er búin. Eins og eftir góða veislu að þá þarf að þrífa upp skítinn og hefja undirbúning að þeirri næstu.  

Björk Guðmundsdóttir lagði sitt á vogaskálarnar um síðustu helgi með vinnuhelgi. Vonandi kemur eitthvað gott út úr því, hún er allavega að leggja sitt á vogaskálarnar til þess í stað þess að velta sér of mikið uppúr orðnum hlut.  

Ég held að menn ættu nú að snúa sér frekar að því hvernig við getum byggt upp þjóðfélagið á nýjan leik.  


Peningar komnir í hús

Loksins náðum við nokkrum evrum út úr bankakerfinu með millifærslu. Þetta tók ekki nema viku í framkvæmd. Fyrstu viðbrögð hins nýja landsbanka voru reyndar að neita mér um þetta en þegar ég hafði staðfest að ég væri námsmaður erlendis í vonlausri stöðu að þá liðkaðist fyrir og ég náði að millifæra. Upphæðin dugar samt ekki fyrir leigu næsta mánaðar svo að við þurfum að reyna aftur og sjá hvort okkur takist ekki að greiða um fyrir því líka. 

Spennandi... 


Kreppulíf

Kreppulíf er nýr lífsstíll sem ríður sér til rúms þessa dagana. Í þessum lífsstíl er fráhvarf frá hinum velmegandi lífi sem einkennt hefur síðustu ár. Til að falla ínní þennan lífsstíl að þá þarf að hafa nokkur atriði í huga en hér koma nokkur atriði: 

 

  • Rakstur er bannaður. Rakvélablöð eru svakalega dýr!
  • Bjór er til hátíðarbrygða
  • Snakk, ís, og þess háttar fæði er bannað
  • Ferðir í kvikmyndahús, leikhús, á tónleika, eða hvers konar skemmtanir eru bannaðar
  • Horfa á sjónvarpið, helst gamla þætti er ljúf lystisemd
  • Peningar eru munaður

 

Þessi atriði ásamt mun fleirum koma fram í bók sem ég er með í smíðum. Kreppukarl á krepputímum er vinnuheiti bókarinnar.  


Rukkudukku dukku rukkuduk

Eitthvað á þessa leið hljómaði lagið jungle drums á stórgóðum tónleikum með Emílíönu Torrini síðastliðin sunnudag. Við höfðum keypt okkur miða F.K. (fyrir kreppu) en það var sannarlega þess viðri að komast út úr húsi. Nýja platan hennar er stórgóð og einnig sýndi hún á sér góðar hliðar sem uppistandari með allskonar grín á milli laga. Einstaka tafs orð eins og "hérna" komu upp hjá henni en það var nú bara fyndið. Sigtryggur Baldursson var stórgóður á trommunum, enda mikill snillingur þar á ferð. Tónleikarnir voru sem sagt frábærir og ég mæli með því að fólk skelli sér á tónleika við tækifæri. 

Í gær var stórdagur hjá mér. Byrjaði daginn á atvinnuviðtali út af vinnu í Brussel. Verð nú að segja að ég vona að ég þurfi ekki að standa lengi í atvinnuleit og er nokkuð ánægður með mína frammistöðu í gær. Vonandi að viðspyrjendur hafi verið jafn ánægðir. Strax og viðtalinu lauk var haldið í próf í skólanum og svo seinnipartinn var ég á símafundi út af skátamálum á íslandi. 

Þrátt fyrir fjöruga daga að þá verður maður að halda áfram og taka upp þráðin við lokaverkefnið.

Við stöndum ágætlega en ég vona að millifærslur við ísland fari að komast í lag. Höfum bara lifað mjög sparlega og lítíð gert sem kostar einhverja evrur. En það styttist í að við þurfum að greiða leigu og annað þannig að vonandi fáum við evrur fyrr en seinna.  


Því ekki að taka lífinu létt

Sem betur fer keypti ég miða umd daginn á tónleika með Emílönu þannig að maður getur litið uppúr þessu krepputali og skemmt sér eina kvöldstund. Nýja efnið frá henni lofar góðu sem að kvöldið verður örugglega nokkuð gott. 

Annars er stór dagur framundan á miðvikudaginn hjá mér en þá kemur vonandi í ljós hvaða næstu mánuðir muni bera í skauti sér. Ekki verður meira sagt um það fyrr en málin skýrast nánar. 


Borga námslánin út strax

Til að ítreka síðstu færslu að þá hvet ég LÍN til að borga út strax. Ég borga mín námslán með reglulegum millifærslum af Hollenskum reikningi og það eru örugglega fleiri sem gera það.
mbl.is Flest erlend skólagjöld þegar greidd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

LÍN borgi strax út til námsmanna erlendis

Námsmenn erlendis lifa nú við kröpp kjör, erfitt er að verða sér úti um pening til daglegs líf og margir geta ekki borgað leiguna eða skólagjöld. Það er ekki hægt að millifæra peninga frá íslandi til annarra landa nema að nota kreditkort (sem er nú ekki hagkvæmur kostur). 

Ég legg til að LÍN geri undantekningu frá reglum og borgi út öllum námsmönnum erlendis og það beint á erlenda bankareikninga. Með þessu fá námsmenn sanngjarnan möguleika á að halda náminu gangandi. Það er viðbúið að margir þurfi að hugsa sinn gang ef ekkert verður að gert. 


Óalandi og óferjandi

Íslendingar hafa löngum sýnt það að við erum óalandi og óferjandi. Það að bretar skuli ekkert hafa lært á reynslunni að það þýðir ekkert að eiga við svona fólk. Maður hefði nú haldið að þeir hefðu lært það á þorskastríðunum (sem þeir töpuðu) í gegnum tíðina. Það var með ólíkindum að fylgjast með Brown á BBC áðan og yfirlýsingar hans gegn íslendingum. Held að stór hluti af þeirri stöðu sem nú er t.d. gagnvart Kaupþingi sé aðgerðum ríkisstjórar Bretlands að kenna!  


Salt í grautinn

Það sem af er þessari viku hefur verið mjög skrýtið. Aldrei hélt ég að maður þyrfti að óttast um það að geta náð sér í aur svo maður gæti staðið við skuldbindingar sínar hér í Hollandi, en nú er svo komið að maður á erfitt með það. Eftir ófarir með greiðslukort að þá vill ég ekki taka meiri pening út af þeim fyrr en ró færist yfir markaði. Ekki er hægt að millifæra nema mjög takmarkaðar upphæðir frá íslandi núna en sem betur fer náði ég að borga allt vel fyrir mánaðarmót og á evrur sem duga mér fram yfir helgi - svo framarlega sem ég geri ekki neitt annað en að kaupa nauðsynjar. Já fallið er hátt frá því að þurfa ekki að hafa neinar áhyggjur í að hafa áhyggjur af því hvort maður hafi fyrir salti í grautinn.

Vonandi er eitthvað til í því sem menn segja að hlutirnir fari að lagast eftir helgi!  


Hafði áhrif

Það hafði áhrif að kvarta hér á blogginu yfir ráni Mastercard. Eftir að ég setti inn færsluna að þá komu fréttir á mbl og vísi um svakalega óhagstætt gengi kortafyrirtækja og nú hefur Mastercard tilkynnt að skoðað verði að endurreikna gengið!

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jón Ingvar Bragason
Jón Ingvar Bragason

Ég stunda Mastersnám í Amsterdam og er á heimleið, ótrúlegt en satt. Á þessu bloggi reyni ég að greina frá því sem verður á vegi mínum og hugleiðingar um hin ýmsu málefni.

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Tónlist

Dixiebandið Öndin



Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband