Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júní 2008

back in Holland

Kominn aftur til Hollands, nánar tiltekið Leiden. Þetta er reyndar stutt stopp því á fimmtudaginn verður haldið til Rieneck í þýskalandi og svo aftur heim til Íslands næsta mánudag. Ég var nú ekki búin að stoppa lengi þegar fyrsta fólkið leit við, tilvonandi leigjandi að skoða íbúðina. Skrapp svo út og kíkti á pöbbinn - hitti nokkra grikki þar að sjálfsögðu. En gaman að vera komin aftur til Hollands.

Mikið að gerast

Ég lenti á íslandi fyrir rúmri viku síðan. Allt fór eins og planað var til að byrja með nema strax var farið að leyta eftir því að ég ynni meira fyrir skátana heldur en ég hafði gert ráð fyrir. Ég er sem sagt búin að ráða mig í vinnu sem framkvæmdastjóri Landsmóts skáta sem haldið verður á Akureyri í lok júlí. Þannig að ég verð mánuði lengur á landinu heldur en ég gerði ráð fyrir. Skemmtilegt og krefjandi verkefni sem reyndar þýðir að ekki verður mikið gert í lokaverkefninu og ég missi af brúðkaupi í Búdapest.

Það búið að vera nóg að gera síðustu vikuna við að heimsækja sem flesta og koma sér af stað í þessari vinnu. Ég á eftir að heimsækja marga, kannski ef þú lesandi góður vilt hitta á mig sendu mér þá bara línu. 

Fór á Úlfljótsvatn í gær með Reyni og Bigga þar sem við hittum Örvar og vígðum nýju hýbýli hans. Í dag ætlaði ég í svansútilegu en það fóru allir heim í dag þannig að ekkert varð úr því. Jæja best að fara að gera ekki neitt.


Höfundur

Jón Ingvar Bragason
Jón Ingvar Bragason

Ég stunda Mastersnám í Amsterdam og er á heimleið, ótrúlegt en satt. Á þessu bloggi reyni ég að greina frá því sem verður á vegi mínum og hugleiðingar um hin ýmsu málefni.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Tónlist

Dixiebandið Öndin



Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband