Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, september 2008

Róglegheit

Þessi vika hefur verið rólegheitavika. Búin að vera að biða eftir svörum út af lokaverkefninu en í næstu viku geri ég ráð fyrir að funda með leiðbeinandanum og ákveða með framhaldið. Sjáum til ég reyni til þrautar.

Annars hef ég notað tíman til að ljúka skýrslu um landsmótið og hjálpaði Hjalta að flytja í gær. Annars þarf maður að fara undirbúa Bad Orb eftir viku og æfa skalana eins vel og maður getur.

Þessi færsla er sem sagt um ekki neitt...hmm..jú Rólegheit...


Austurríki

Við komum heim seint í gærkvöldi eftir 12 tíma keyrslu frá Tulln í Austurríki. Gekk bara vonum framar að keyra þessa leið en við stoppuðum nokkrum sinnum á leiðinni.

Tilgangur ferðarinnar var brúðkaup hjá Steffi og Wurzel sem haldið var í Burg Plankenstein. Frábært brúðkaup í flottum kastala. Við skemmtum okkur mjög vel. Brúðkaupsgestir voru hvattir til að mæta í einhverskonar búningum en hér að neðan eru brúðhjónin í sínum klæðum og brúðurinn hannaði sinn kjól sjálf.

080901_austria 065

Ferðalagið hófst á fimmtudaginn en þá keyrðum við til Erlangen þar sem við gistum um nóttina og keyrðum svo rest á föstudag með stuttu stoppi í Linz. Brúðkaupið var á laugardaginn og á sunnudaginn var farið til Tulln þar sem flestir þessir Austurríkismenn eru frá.

 Setti fullt af myndum á http://public.fotki.is/joningvar/2008

080901_austria 145


« Fyrri síða

Höfundur

Jón Ingvar Bragason
Jón Ingvar Bragason

Ég stunda Mastersnám í Amsterdam og er á heimleið, ótrúlegt en satt. Á þessu bloggi reyni ég að greina frá því sem verður á vegi mínum og hugleiðingar um hin ýmsu málefni.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Tónlist

Dixiebandið Öndin



Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband