Leita í fréttum mbl.is

Af samskiptahæfni Hollendinga

Það að gera eitthvað í skyndi er hugtak sem er Hollendingum ekki tamt. Í þessari færslu ætla ég að upplýsa um samskipta hegðun Hollendinga og afhverju þeim er þetta ekki tamt.

Dæmi 1
Það er föstudagur og þú ert að vinna í tölvunni. Seinnipartinn sérðu að vinur þinn er á msn og þú ákveður að spyrja hvort þið eigið ekki að gera eitthvað í kvöld. Ef þú værir að tala við íslending myndi hann sennilega segja jú það væri þjóðráð að hittast í kvöld, ég er einmitt ekkert að gera. Hollendingurinn myndi segja ég er laus á sunnudagskvöldið jafnvel þrátt fyrir að hann sé ekkert að gera um kvöldið. Ekkert gerist í skyndi!

Dæmi 2
Eftir talsverða erfiðleika hefur þér tekist að fá þér bankareikning í Hollandi. Eins og sönnum íslending að þá finnst þér nú ómögulegt að geta ekki notfært þér netbankann og ferð í útibúið þitt til að sækja um aðgang. Ehh...nei það er ekki hægt. Þú verður að fara á netið, senda inn umsókn, fá hana senda 3-4 dögum seinna til undirskriftar og þá sendir þú hana til bankans til að fá lítið tæki eftir 8 daga. Ekkert gerist í skyndi!

Dæmi 3
Þessi saga kemur frá Álfheiði. Útlensk stelpa hér í bæ nær að pikka upp Hollenskan strák. Þau ákveða að hittast á stefnumóti. Eftir mánuð hafa þau hist nákvæmlega fjórum sinnum og viðkomandi stelpu finnst nú kominn tími til að hitta drenginn oftar. Hún sendir honum sms um hvort hann vilji ekki hitta hana um kvöldið á barnum, enginn svör koma, hún fer og hittir vini sína á barnum og verður frekar óþolinmóð eftir svari og sendir önnur skilaboð. Svar kemur hálftíma seinna "hverslags óþolinmæði þetta sé nú"! Okkur var nú sagt að þetta ástand getur varað í heilt ár! Ekkert gerist í skyndi!

Á þessu dæmi sést að Hollendingar þola ekki að gera eitthvað skyndilega. Fyrir mann eins og mig sem lifi fyrir að detta í hug að gera eitthvað og framkvæma það er þetta náttúrulega það versta sem getur komið fyrir. En það víst bætir þetta allt upp hvað Hollendingar eru samt almennilegir og hjálpsamir. Eitt er ég þó viss um að karakterinn úr Little Britain "computer says no" er búinn til út frá Hollendingi!!! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gaman að sjá að þú ert farinn að læra inn á Hollendinginn. Það er til heil bók um þetta sem heitir "Undutchables", fjallar um upplifun útlendinga af Hollendingum. Mæli virkilega með henni, mjög fyndin bók.

Vissi alveg hvað ég var að fara út í fyrir rúmri viku þegar ég sendi póst á deildina mína í Rotterdam og bauð öllum á pöbbinn eftir vinnu. Jú af tæplega 20 manna deild mættu nú alveg 2! Ég bjóst ekkert við meiri mætingu, langaði bara í bjór!

Bestu kveðjur,

Andrés.

p.s. að vinna í Hollandi gengur að miklu leiti út á það að fá menn til að gera hlutinn þrátt fyrir að vera búin að fá svarið "no, that's not possible". Þá er bara að byrja með, já en ef við gerum hlutin svona... en svona... og svo að lokum nær maður árangri.

Andrés Björnsson (IP-tala skráð) 29.10.2007 kl. 17:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Ingvar Bragason
Jón Ingvar Bragason

Ég stunda Mastersnám í Amsterdam og er á heimleið, ótrúlegt en satt. Á þessu bloggi reyni ég að greina frá því sem verður á vegi mínum og hugleiðingar um hin ýmsu málefni.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Tónlist

Dixiebandið Öndin



Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband