Leita í fréttum mbl.is

tímabreytingarferlistímabil

Já ég get sko sagt ykkur það að ég var staddur á lestarstöðinni í Delft rétt fyrir klukkan þrjú á sunnudagsmorguninn þegar klukkurnar allt í einu stoppuðu 02:59. Á töflunni stóð svo að næsta lest myndi koma tólf mínútur yfir. Maður var allt í einu staddur í tímarúmi þar sem tíminn stendur í stað en heldur samt áfram að tikka. Klukkan var sem sagt færð aftur um klukkustund þarna og nú munar einungis klukkutíma á Hollandi og Íslandi. Það auðveldar reyndar aðeins samskiptin við Ísland.

Annars er kominn vetur, laufinn falla í gríð og erg og hitastigið komið niður fyrir 10 gráður. Nýja úlpan reynist að sjálfsögðu frábærlega.

Við fórum í túristaferð til Rotterdam um helgina. Vissum nú ekkert hvað við ætluðum að gera þar og þetta byrjaði nú ekki gæfulega því þegar maður kemur til Rotterdam centraal station að þá er verið að endurbyggja stöðina. Fundum túristaskrifstofuna og fengum kort og lýsingu á göngutúr um borgina. Við héldum svo af stað í göngutúrinn, hélt að Álfheiður yrði úti því ekki klæddi stelpan sig mjög vel. Eftir ágætan hádegisverð var haldið í siglingu um höfnina í Rotterdam. Það er augljóst að umsvif Samskipa eru nokkur, eitt gámaflutningaskip sigldi fram hjá okkur merkt samskip og svo sáum við hvar fyrirtækið er með bækistöðvar við höfnina. Þetta er ótrúlega stórt svæði en siglingin tók 75 mínútur. Seinnipartinn hittum við svo hana Ingu Auðbjörgu og héldum svo heim á leið. Um kvöldið var haldið í afmæli hjá Rúnu í Delft, sjá bloggið hennar Álfheiðar um kennslustund í stuðmannahoppinu.

En ný önn er hafinn, þurfti að rjúka út rétt fyrir klukkan 8 í morgun til að sjá að lestinn mín væri 15 mínútum of sein. En ég er svo þýskur í mér að ég er alltaf mættur vel fyrir þannig að þetta skipti ekki mikilu máli.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Ingvar Bragason
Jón Ingvar Bragason

Ég stunda Mastersnám í Amsterdam og er á heimleið, ótrúlegt en satt. Á þessu bloggi reyni ég að greina frá því sem verður á vegi mínum og hugleiðingar um hin ýmsu málefni.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Tónlist

Dixiebandið Öndin



Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband