Leita í fréttum mbl.is

heilsan komin í lag

Jæja eftir stutta kvefpest er heilsan komin í lag á nýjan leik. Við höfum verið á ferð og flugi um helgina, það var farið í gönguferð með leiðsögn um Leiden á laugardaginn og í gær var haldið til Amsterdam þar sem við skoðuðum Anna Frank húsið og fórum í bátsferð svo fátt eitt sé nefnt.

Skólinn er byrjaður af fullum krafti og skilaverkefnin farinn að kalla óþarflega mikið á mann. Ég þarf að klára fyrir miðvikudag research proposal og með því þarf ég að skila hvaða 7 greinar ég ætla að nota í þessari 6 blaðsíðna ritgerð. Það er eins gott að maður geti verið stuttorður og hitmiðaður.

Tengdó fara heim á morgun þannig að það verður veisla í kvöld og svo brettum við upp ermar og klárum verkefni áður en ég held á vit ævintýrana í Dublin á fimmtudaginn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Ingvar Bragason
Jón Ingvar Bragason

Ég stunda Mastersnám í Amsterdam og er á heimleið, ótrúlegt en satt. Á þessu bloggi reyni ég að greina frá því sem verður á vegi mínum og hugleiðingar um hin ýmsu málefni.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Tónlist

Dixiebandið Öndin



Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband