Leita í fréttum mbl.is

Dublin og Guinness

Ég var á eyjunni grænu um helgina, nánar tilltekið í Dublin. Mætti galvaskur á svæðið á fimmtudagskvöldi og gisti alla helgina hjá Mary sem ég hef verið að vinna með að ýmsum skátamálefnum. Um kvöldið var haldið á pöbbinn þar sem lifandi írsk þjóðlagatónlist hljómaði, mikil stemming þar. Á föstudeginum hélt ég einn í bæjarferð og rölti um miðbæinn og eftir hádegi var haldið í Guinness storehouse sem er safn um sögu þessa merka öls. Sem dæmi að þá eru fyrirtækið með 9000 ára samning um afnot af vatnsbóli borgarinnar þannig að það er lítill hætti á skorti af Guinness í framtíðinni. Skoðunarferðinni lauk með þeim svarta á efstu hæð vöruhúsins með útsýni yfir alla borgina.

Laugardagurinn var aðalatriði helgarinnar. Írsku skátarnir voru með ráðstefnu um dagskrárbreytingar sem þeir eru að ganga í gengum. Þar sem ég hafði tekið þátt í að leiða samskonar ferli á íslandi að þá þótti þjóðráð að fá mig á staðinn ásamt einum portúgala og stelpu frá slóvakíu. Við reyndum að segja frá okkar ferli og aðstoða við þessa vinnu. Ótrúlegt að sjá að þeir eiga við svipuð vandamál að glíma og við í þessum ferli en það er víst að það eru alltaf einhverjir sem vinna gegn svona breytingum. Reyndar er það athyglisvert að núna er ég að taka áfanga sem nefnist organizations development and change sem fjallar nákvæmlega um þetta atriði að fara í gengum breytingarferli. Samkvæmt því sem ég hef lesið hingað til að þá er fólk yfirleitt ekki á móti breytingum heldur þeirri staðreynd að breytingin sem lögð er til kom ekki frá þeim sjálfum og þess vegna leggur fólk til aðra leið.

Á laugardagskvöldinu var svo 100 ára afmælisdansleikur. Með fínum mat, forsætisráðherra íra mætti og fleirra fínt fólk. Mjög fínt kvöld það.

Að lokum smá fróðleikur um Guinness tilviðbótar. Ég nefnilega fékk besta Guinness sem ég hef smakkað í vöruhúsinu hjá þeim, rann niður mjög ljúflega. Síðan á laugardagskvöldinu ákvað ég að fá mér einn mjöð svona í tilefni dagsins en hann var frekar vondur. Ástæðan er að þar sem ballið var haldið er barinn ekki opinn nema í sérstökum tilefnum og líklegt er að dælurnar hafi ekki verið hreinsaðar vel á milli og jafnvel möguleiki á að kúturinn sé síðan um þar síðustu helgi. Ef þú vilt góðan Guinness farðu þá á bar þar sem fjöldi heldri manna drekkur þennan mjöð á hverju kvöldi!

Ferðin var sem sagt mjög fín en verkefnin bíða...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Grétar Sigurjónsson

Gott að heyra að þú ert farinn að meta Guinness. Muna líka að því styttri sem pípan er frá kútnum í dæluna því betri er Guinness og það þarf að fylla glasið ca 4/5 upp, láta standa í 3 mín og síðan fylla á restina. Eftir það tekur svo aftur við rétt um 2 mín bið áður en þú getur drukkið. Svona þekkir maður túristana hérna í Galway, þeir drekka Guinness þegar hann er enn að freyða í glasinu ;)

Jón Grétar Sigurjónsson, 14.11.2007 kl. 10:06

2 identicon

Bara að láta í mér heyra, gaman að fylgjast með ykkur hér, vona að þið hafið það gott áfram!! Tíminn líður, ótrúlegt að jólin séu að koma, stutt í að þið komið aftur heim ;)

Kveðja úr Mosó

Íris (IP-tala skráð) 14.11.2007 kl. 17:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Ingvar Bragason
Jón Ingvar Bragason

Ég stunda Mastersnám í Amsterdam og er á heimleið, ótrúlegt en satt. Á þessu bloggi reyni ég að greina frá því sem verður á vegi mínum og hugleiðingar um hin ýmsu málefni.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Tónlist

Dixiebandið Öndin



Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband