Leita í fréttum mbl.is

Einkavæðum Landsvirkjun

Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að það eigi að skoða það með alverlegum hætti hvort ekki sé rétt að einkavæða Landsvirkjun og önnur orkufyrirtæki í landinu. Til lengri tíma litið er ég sannfærður um að það skili þjóðarbúinu og heimilinum í landinu mun meiri ávinningi.

Þessi umræða er í það minnsta þörf og fagna ég framtaki Gísla Marteins að brydda uppá henni!

Það er ótrúlegt hvað sumt fólk er fljótt að koma með úthrópanir og vitleysu þegar það er minnst á þessi mál. Fólki er frjálst að hafa mismunandi skoðanir og að ræða hluti með rökum án þess að vera úthrópaðir vitleysingar, eins og einkennir athugasemdir margra bloggara í dag.


mbl.is Vill einkavæða Landsvirkjun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Viktor Úlfarsson

Gísli Marteinn er auðvitað bara að reyna að bjarga sér úr snörunni sem hann hengdi sig í ásamt borgarfulltrúum allra flokka í REI málinu...nema hugsanlega Binga sem hefur haldið sinni skoðun allan tímann.  Það dregur þó ekki úr ástæðu umræðunnar um einkavæðingu orkufyrirtækjanna eins og þú segir.

Vandamálið við að einkavæða þessi fyrirtæki er að það er bara eitt verra en ríkiseinokun og það er einkavædd einokun.  Til þess að æskilegt sé að einkavæða fyrirtæki þarf að skapa aðstæður fyrir samkeppni.  Það er verulega erfitt fyrir nýja aðila að komast inn á þennan markað þar sem til þess þarf mjög verulegar fjárfestingar, sérstaklega varðandi dreifingu og flutning.  Einkavæðing bankanna er t.d. allt annað mál.  Nýir eða erlendir bankar geta auðveldlega opnað útibú á Íslandi og byrjað að stunda bankaviðskipti.

Í nýju raforkulögunum sem tóku gildi 1. janúar 2006 að mig minnir, er kveðið á um frjálsan markað í framleiðslu og sölu á rafmagni.  Það þýðir að ég og þú getum t.d. opnað vefsíðuna Stuð punktur is og keypt rafmagn í heildsölu af einhverjum bónda norður í landi sem hefur lagt í að virkja bæjarlækinn eða af t.d. OR sem verður að gefa okkur sambærileg kjör við sölusvið OR vegna yfirburða á markaði.  Við gætum síðan selt það í smásölu til hvaða húss, fyrirtækis, smáiðju eða stóriðju sem er á landinu.

Landsnet sem sér um "flutning" á rafmagni milli byggðarlaga og t.d. OR, Norðurorka, RARIK o.fl. aðilar sem sjá um "dreifingu" innan byggðarlaga ber skylda til að veita okkur sömu kjör p.r. kílówatt og þeir veita t.d. sölusviði Orkuveitunnar eða Hitaveitu Suðurnesja þrátt fyrir að við værum líklega að kaupa miklu minna magn.

Það sem vekur hins vegar athygli er að á þessum tveimur árum hefur enginn nýr aðili komið inn á þennan markað.  Nóg er markaðurinn stór og því er eina mögulega skýringin sú að ekki sé eftir miklu að slægjast, þ.e. að framlegðin sé mjög lítil og ólíklegt að einkafyrirtæki geti verið að ná eðlilegum hagnaði en samt verið samkeppnisfær við núverandi aðila á markaðnum.  Menn eru pottþétt búnir að greina þennan markað, hann er það stór.

Önnur starfsemi þessara fyrirtækja eins og t.d. OR er dreifing á heitu og köldu vatni, umsjón með fráveitu og síðan gagnaveitan.  Í GR er um sama að ræða og í rafmagninu.  Þar halda menn uppi öflugu dreifikerfi sem er opið öllum og skapa þannig samkeppni á ljósleiðaranum því það er enginn möguleiki á að margir fara að leggja í tugmilljarða kostnað við að leggja ljósleiðara um allt land og því verður aldrei eðlileg samkeppni þarna.

Ég er því ósammála hugmyndum um einkavæðingu orkufyrirtækjanna sem slíkra.  Þó gæti verið möguleiki að selja virkjanir hinna opinberu aðila.  Hver sem er getur þó byggt virkjun í dag en hefur samt ekki gert það nema litlar virkjanir bænda eða smárra sveitarfélaga.  Af hverju?  Hlýtur að vera vegna þess að það er ekki arðbært. 

Hvað snertir útrás orkufyrirtækja sem eru að hluta eða öllu leyti í eigu opinberra aðila er fjöldi orkufyrirtækja um alla Evrópu í þeirri stöðu s.b. grein Magnúsar Árna Skúlasonar um þau mál í Mogganum í lok október.

Það er hins vegar mjög sniðugt að setja þekkingu opinberu aðilanna inn í dæmið en fá fjármagnið frá einkaaðilum.  Þá er verið að nýta þekkingu opinberu aðilanna til hagnaðarmyndunar án þess að hætta þeirra fé.  Þetta átti að reyna í REI - þangað til þeim kálfi var slátrað af Gísla Marteini og félögum.

Sigurður Viktor Úlfarsson, 18.12.2007 kl. 23:00

2 Smámynd: Sigurður Viktor Úlfarsson

Vá - þetta var löng athugasemd!

Sigurður Viktor Úlfarsson, 18.12.2007 kl. 23:00

3 Smámynd: Jón Ingvar Bragason

Þetta er svakalega löng athugasemd við stutta færslu! Þú ferð hins vegar með rangfærslu í athugasemdinni. Ég man eftir tveimur dæmum á síðustu tveimur árum þar sem einstaklingar hafa hafið eigin raforkuframleiðislu til að selja á landsnetið. Einn á vestfjörðum sem seldi kúabú sitt til að fjármagna verkið og síðan annar á norðurlandi sem seldi síðan reyndar allt dæmið til Norðurorku.

Ein af ástæðum þess að erfitt er að koma inná þennan markað er að það tróna tvö fyrirtæki yfir honum. Annað er Orkuveita Reykjavíkur sem framleiðir megnið af þeirri orku sem þarf fyrir stór höfuðborgarsvæðið og svo Landsvirkjun sem framleiðir fyrir restina. Aðrir virðast ekki hafa mikið að segja.

Hugmynd Geirs Haarde um að selja Landsvirkjun til Lífeyrissjóða er t.d. mjög góð og myndi vera millibil á milli sölu til fjárfesta og ríkiseign. Allavega væri það betra heldur en núverandi ástand sem er verulega samkeppnishamlandi.

Jón Ingvar Bragason, 19.12.2007 kl. 10:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Ingvar Bragason
Jón Ingvar Bragason

Ég stunda Mastersnám í Amsterdam og er á heimleið, ótrúlegt en satt. Á þessu bloggi reyni ég að greina frá því sem verður á vegi mínum og hugleiðingar um hin ýmsu málefni.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Tónlist

Dixiebandið Öndin



Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband