Leita í fréttum mbl.is

lokaverkefni

Ég er að reyna að velja mér lokaverkefni sem ég mun svo vinna að næstu fimm mánuði. Þetta er nú allt í nokkuð föstum skorðum, þ.e. ég vel mér leiðbeinanda sem er með ákveðin þemu í gangi. Venjulega er þetta hluti af stærri rannsókn og það sem maður gerir er hluti af þeirri vinnu. Ég verð nú að játa að ég var ekkert sérstaklega spenntur eftir kynninguna á þessu fyrir jól en þegar ég las í gegnum tillögurnar aftur að þá rak ég augu í að einn leiðbeinandinn er að skoða skapandi iðnað eða "creative industry". Ég þekki nú aðeins til í þessum geira og það væri áhugavert að skoða hann nánar. T.d. gæti ég skoðað afhverju tónlistarmenn eru í meira mæli farnir að gefa út sjálfstætt, hefur það áhrif á sköpun verksins?

Ég er með fleirri hugmyndir í kollinum svo ég sendi póst á þennan leiðbeinanda áðan til að fá upplýsingar. Þá fékk ég svar um hæl til baka að hún væri í fríi til 11.mars. Núna er ég að bíða eftir svari hvað það þýðir...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Áslaug Helga Hálfdánardóttir

Gangi þér nú vel með verkefnið - og svo átti ég alveg eftir að segja: GLEÐILEGT 'AR.. kveðja, Áslaug

Áslaug Helga Hálfdánardóttir, 16.1.2008 kl. 11:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Ingvar Bragason
Jón Ingvar Bragason

Ég stunda Mastersnám í Amsterdam og er á heimleið, ótrúlegt en satt. Á þessu bloggi reyni ég að greina frá því sem verður á vegi mínum og hugleiðingar um hin ýmsu málefni.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Tónlist

Dixiebandið Öndin



Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband