Leita í fréttum mbl.is

að vinna og skemmta sér

Í dag er laugardagur, svona ef það hefur farið fram hjá einhverjum. Ég hófst handa í morgun við lestur og hef afrekað að lesa kafla um áhorf á sjónvarp í bandaríkjunum og að það skiptir máli hvaða dag þættir eru sýndir og á hvaða tíma. Næst er að lesa sér til um útvarp í bandaríkjunum, veit nú þegar að einn aðili á yfir 1000 útvarpsstöðvar, stórt land.

Ég fór og hitti Álfheiði seinnipartinn í gær þegar hún var búin í tíma. Við skruppum á Maneir og hittum nokkra Grikki, þau voru nú eitthvað að tala um að halda partý svo ég gæti dansað nokkra gríska dansa, svona rækilega hefur maður slegið í gegn í dönsunum.

Í dag verður haldið áfram að lesa, fjórir kaflar eftir. Í kvöld er svo afmæli hjá henni Ingu Auðbjörgu í Rotterdam þar sem afmæli bjórsins verður fagnað með viðeigandi hætti.

Bjórinn á 19 ára afmæli í dag og það er hreint út sagt ótrúlegt að allir íslendingar séu ekki komnir á grafarbakkan, eða fastir á ölduhúsum bæjarins eins og véspár gerðu ráð fyrir þegar umræðan um að aflétta bjór banninu fór fram. Kannski að fólk ætti að taka mið af þessari reynslu þegar rætt er um að leyfa sölu á bjór og léttu víni í búðum.

Njótið dagsins og gangið hægt um gleðinardyr...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Ingvar Bragason
Jón Ingvar Bragason

Ég stunda Mastersnám í Amsterdam og er á heimleið, ótrúlegt en satt. Á þessu bloggi reyni ég að greina frá því sem verður á vegi mínum og hugleiðingar um hin ýmsu málefni.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Tónlist

Dixiebandið Öndin



Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband