Leita í fréttum mbl.is

blogg á dag kemur skapinu í lag

Dugnaðurinn í bloggskrifum er að drepa mig. Ég er nú búin að afreka tvær vikur á hverjum degi, allavega þegar þessari færslu er lokið. Get nú reyndar ekki sagt að þetta sé alveg að drepa mig en ágætt að hafa þetta bara í ferli, ein færsla á dag kemur skapinu í lag.

Helstu vandræðin eru að hafa eitthvað innihald í þessu. Til að takast á við það hef ég valið viðfangsefni úr daglega lífinu eða eitthvað sem ég sé þegar ég er að lesa efni í tengslum við námið. Núna er ég í vandræðum út af því að ég er að lesa um tölfræðigreiningar sem er nú frekar leiðinlegt efni, allavega finnst mér það.

Ótrúleg umræða um heimagreiðslur í Reykjavík. Fullyrðingar um að þær séu ákveðin upphæð þrátt fyrir að það hafi ekki verið gefið út, að þetta sé kvennagildra og þar fram eftir götunum er náttúrulega fáránlegt. Er pólitíkin í Reykjavík virkilega á svona lágu plani að fólk kemur með fullyrðingar án þess að þær eigi endilega við rök að styðjast. Ég veit til að mynda ekki annað en að þessi aðferð hafi virkað mjög vel í mínum heimabæ Kópavogi.

En ég ætla að halda áfram að lesa um aðferðafræði, tölfræðigreiningar og fleiri skemmtilegt...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Ingvar Bragason
Jón Ingvar Bragason

Ég stunda Mastersnám í Amsterdam og er á heimleið, ótrúlegt en satt. Á þessu bloggi reyni ég að greina frá því sem verður á vegi mínum og hugleiðingar um hin ýmsu málefni.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Tónlist

Dixiebandið Öndin



Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband