Leita í fréttum mbl.is

IMWe, ferðalag, veikindi og skóli

Fyrirsögin segir þetta svo sem en ætli það sé ekki rétt að útskýra þetta örlítið.

IMWe var haldið um páskana með þemanu "Arabian Nights, bazar in Al'Mashewa". Mikið stuð en mitt hlutverk að þessunoobals sinni var að leika geldinginn Nohbals sem reyndist ekki vera geldingur heldur var bara að þykjast til að komast nærri prinsessunni. Sagan gekk út á það í ár að hinn gamli góði Kalif var að deyja og dóttir hans var ógift og það þurfti að finna eiginmann handa henni. Sérlegur ráðgjafi Kalfi hann IsNoGood var alltaf að plotta nýjar leiðir til að drepa hann en mistókst það í hvert skipti. Á endanum kepptu þeir Dessert Prince og Sand Ali um að vinna hug prinsessunnar og Dessert Prince hafði betur. Það mættu 20 íslendingar á svæðið af um 90 þátttakendum. Mikið stuð en ég varð veikur um miðja síðustu viku og passaði mig ekki nógu vel en er að verða góður núna.

Ferðalagið var skrýtið. Jostein og Ole flugu til Amsterdam og við keyrðum saman til Rieneck. Þetta gekk ágætlega en nokkuð um umferðartafir og við vorum 6 og hálfan tíma á leiðinni eða um klukkutíma lengur en áætlað hafði verið. Það snjóaði þó nokkuð síðustu dagana og í gær þegar við vorum á leiðinni heim, á sumardekkjum, að þá komumst við að því að þjóðverjar eiga bara að halda sig heima þegar það snjóar. En okkur tókst að komast til baka í tíma til að skila bílnum, munaði samt bara 20 mínútum.

Skólinn er nú tekinn við og margt sem hefur setið á hakanum. Ég átti að skila nýrri Research proposal á morgun en það gengur ekki. Það verður unnið stíft næstu daga til að komast aftur á rétt skrið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Ingvar Bragason
Jón Ingvar Bragason

Ég stunda Mastersnám í Amsterdam og er á heimleið, ótrúlegt en satt. Á þessu bloggi reyni ég að greina frá því sem verður á vegi mínum og hugleiðingar um hin ýmsu málefni.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Tónlist

Dixiebandið Öndin



Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband