Leita í fréttum mbl.is

hvernig í ósköpunum er þetta hægt

Sólin skín, hitinn er komin í 20 gráður, ég sit inni að reyna að lesa og skrifa. Ég spyr bara hvernig í ósköpunum er þetta hægt?

Ég kom mér svo sem sjálfur í þessa aðstöðu með því að leggja ekki harðar að mér í apríl. Kannski að maður setjist aðeins út og reyni að lesa þar!

Á milli þess að vera að lesa erum við að undirbúa komu Mömmu og Pabba hingað til Leiden. Nú þegar er búið að setja upp viðamikla dagskrá sem sæmir konungsbornum svo að þeim ætti ekki að leiðast hér. Við förum og kíkjum á blómasýninguna í Keukenhof, skoðum Amsterdam og Leiden og sennilega verður kíkt í einhver nágrannabyggðalög Leiden svo sem Delft eða Den Haag. Ég gleymdi víst að taka fram í boðskortinu til þeirra að við munum að sjálfsögðu kynna bjórmenningu Hollendinga með heimsóknum á hinar fjölmörgu krár landsins.

Við ætlum hins vegar núna að drífa okkur á markaðinn og njóta góða veðursins örlítið...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Ingvar Bragason
Jón Ingvar Bragason

Ég stunda Mastersnám í Amsterdam og er á heimleið, ótrúlegt en satt. Á þessu bloggi reyni ég að greina frá því sem verður á vegi mínum og hugleiðingar um hin ýmsu málefni.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Tónlist

Dixiebandið Öndin



Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband