Leita í fréttum mbl.is

að þreyja þorrann

Ástandið í heiminum er frekar skrýtið í dag og ekki nóg með það heldur hefur íslenska krónan verið í sögulegu lágmarki undanfarna 6 mánuði. Maður hélt það að þegar evran fór í 110 krónur að þá væri þetta orðið ágætt en núna er hún í 130 krónum. Maður reynir sitt besta að sníða stakk eftir vexti en allt kemur fyrir ekki það hækkar og hækkar. 

Ég bý það vel að eiga íbúð á íslandi, eða er það svo? Lánið ríkur upp sökum verðtryggingar og afborgunin hefur hækkað um 6 þúsund krónur á einu ári. Fasteignagjöld hækka líka því "verðmæti" íbúðarinnar hefur hækkað svo...hmm...ég á alveg jafn fáar krónur í vasanum.  

Hvað getur maður gert? Á ísland að taka upp evru, ganga í evrópusambandið? hvað kemur mér til bjargar? Fátt þessa stundina og sennilega það eina sem hægt er að gera er að halda áfram að að þreyja þorrann og vona hið besta!

Fátækur námsmaður í Hollandi! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jább, það er æðislegt að vera námsmaður núna. DKK verður væntanlega í 18,4 á morgun ;)

Annars bara gaman að fylgjast með. Kvitt kvitt.

kv.
JÞG

Jón Þór (IP-tala skráð) 18.9.2008 kl. 17:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Ingvar Bragason
Jón Ingvar Bragason

Ég stunda Mastersnám í Amsterdam og er á heimleið, ótrúlegt en satt. Á þessu bloggi reyni ég að greina frá því sem verður á vegi mínum og hugleiðingar um hin ýmsu málefni.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Tónlist

Dixiebandið Öndin



Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband