Leita í fréttum mbl.is

það er nú vit í þessu

Nú bý ég í Hollandi þar sem þú getur keypt áfengi allan sólarhringinn. Hér sé ég samt ekki verri drykkjarmenningu heldur en á íslandi. Ég held að ég geti fullyrt að þær þjóðir sem drekka einna verst áfengi séu íslendingar og norðmenn en þær eru samt með þó nokkur höft á sölu á þessum veigum og mikil og há gjöld.

Ég fagna þessu framtaki Sigurðar Kára og vona að núna loksins nái þetta fram að ganga.


mbl.is Á að gefa bjór- og léttvínssölu frjálsa?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

ha ha ha ha ha og heldurðu virkilega að ástandið hér lagist við þetta ha ha ha ha nei takk.....fínt að hafa þetta í ríkinu.

Einar Bragi Bragason., 11.10.2007 kl. 19:51

2 Smámynd: Jón Ingvar Bragason

sá hlær best sem síðast hlær!!!

Jón Ingvar Bragason, 11.10.2007 kl. 20:03

3 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Þú ert greinilega búinn að vera of lengi úti hehe he

Einar Bragi Bragason., 11.10.2007 kl. 20:28

4 identicon

Ef það fylgdi í pakkanum að ekki þyrfti að senda T.D bjór sem bruggaður er á Akureyri til Reykjavíkur í ÁTVR og svo til baka aftur, af því hann færi beint til söluaðila hlyti það að hafa áhrif á verðið til lækkunar, sem er gott. Allir eru sammála um það í þessu landi að flutningsgjöld standa allri framleiðslu fyrir þrifum úti á landi. Ég held það bara.

Sólveig (IP-tala skráð) 11.10.2007 kl. 21:34

5 Smámynd: Grímur Kjartansson

Álag ÁTVR er mun minna en matvöruverslanir sætta sig við (enda matarverð það hæsta í heiminum á Íslandi) því mun verð á bjór ekki lækka heldur hækka. En það er í lagi því aðgengi allra mun aukast að lélegum bjór og göóttu víni.

Grímur Kjartansson, 11.10.2007 kl. 21:41

6 Smámynd: Sigurður Viktor Úlfarsson

Ég er sammála og ósammála.

Ég er á því að það eigi að halda áfram að banna áfengisauglýsingar, selja áfengi í sérstökum búðm og skattleggja þetta til helvítis.  Af tvennu illu betra að skattarnir komi þaðan en víðast hvar annars staðar frá.

Flutningskostnaður hefur engin áhrif á verð á víni.  Það er skattlagt 1000% eða eitthvað álíka og flutningskostnaðurinn drukknar.  Ef ÁTVR er að senda bjórinn suður og aftur norður er það klúður í ferlum ÁTVR og hefur ekkert með lögin að gera.

Hins vegar er ég á því að það sé asnalegt að ríkið reki búðir.  Ég er á því að hver sem er eigi að geta rekið áfengisverslun EN að áfengi eigi að selja í sérstökum verslunum með sér inngang, þ.e.a.s. ekki inni í matvöruverslunum.  Þetta er spurning um push eða pull.  Neytandinn á að þurfa að sækja sér vínið meðvitað, því á ekki að vera haldið að honum.

Það er því mín skoðun að það eigi ekki að leyfa sölu á áfengi í almennum matvörubúðum.  Ég er ekki í nokkrum vafa um að það mun auka áfengisneyslu.  Ímyndið ykkur ef þið þyrftuð að fara í sérstaka búð til að kaupa gos.  Mynduð þið drekka jafn mikið?  Ekki ég.

Ég held líka Jón að þetta sé rangt, það hefur verið minni áfengisneysla á Íslandi en í flestum öðrum löndum sem við berum okkur saman við (sjá töflu).

Sigurður Viktor Úlfarsson, 12.10.2007 kl. 00:29

7 Smámynd: Jón Ingvar Bragason

Ég átti við að íslendingar drekka verra, sagði ekkert til um magnið. En gott að sjá að fólk hefur skoðun á þessu.

Áfengisauglýsingar valda ekki aukinni neyslu. Tilgangur auglýsinga er að vera með neyslustýringu innan vöruflokksins, t.d. að þú velur að drekka Heineken í staðinn fyrir Tuborg.

 En hugsið aðeins málið. Íslendingar eru svakalega íhaldssöm þjóð, það má helstu engu breyta og allra síst ræða málin. Það er ekkert sem bendir til þess að drykkja muni aukast verulega þó að áfengi verði selt í búðum. Áfengi er í dag nokkuð aðgengilegt svo það má færa rök fyrir því að aðgengið batni ekki með þessu heldur muni lög mál markaðarins gilda um þessa vöru eins og aðrar.

Ég bý í Hollandi þar sem áfengi er selt í matvörubúðinni. Ég get samt fullyrt að ég drekk ekki meira áfengi heldur en ég gerði á íslandi, sennilega minna. Ég held að þessi stefna að ríkið eigi að vera með einkarétt á sölu hafi fallið um sjálft sig fyrir löngu síðan.

Jón Ingvar Bragason, 12.10.2007 kl. 09:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Ingvar Bragason
Jón Ingvar Bragason

Ég stunda Mastersnám í Amsterdam og er á heimleið, ótrúlegt en satt. Á þessu bloggi reyni ég að greina frá því sem verður á vegi mínum og hugleiðingar um hin ýmsu málefni.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Tónlist

Dixiebandið Öndin



Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband