Leita í fréttum mbl.is

Ef lífið hefði verið svona einfallt fyrir 10 árum

Í dag getur þú setið fyrir framan tölvuna og gert nánast hvað sem er, talað við fólk um allan heim og iPodinn er tengdur við græjurnar með tónlist á sem þú náðir í áðan á netinu. Þú ert með "webcam" sem fylgist með því að starfsfólkið í verksmiðjunni þinni í Kuala Lumpur er að vinna vinnuna sína og getur með einum takk ákveðið að ráða eða reka fólk. (ekki það að ég sé með fólk í vinnu, sett fram til að leggja áherslu á mál mitt).

Ég hef sem sagt verið síðustu daga að vinna að lokaritgerð í öðrum áfanganum sem ég er að taka. Í vinnu minni við þessa ritgerð hef ég fundið ótal fræðigreinar, framkvæmd rannsókn og haldið úti sérstöku bloggi til að auðvelda vinnuna. Spurningin er hvernig getum við metið réttar upplýsingar frá röngum? Það er líka alltaf áhættan á of miklum upplýsingum sem koma í veg fyrir að þú finnir það sem þú ert að leyta að.

Fyrir 10 árum vann ég hjá Ingó bróður mínum í Noregi. Í þá daga hafði ég ekki netið og gsm símar voru á mörkum þess að vera almenningseign. Einu upplýsingarnar sem maður fékk voru fréttir í blöðum og sjónvarpi og einstaka símtal heim. Ég átti ekki iPod heldur bara þennan frábæra ferðageislaspilara og staflana af gleisladiskum. Lífið var einfallt en það að fá upplýsingar mun erfiðara í þá daga.

Þetta leiðir mig að kveikjunni að þessum pósti. Ég er sem sagt að skrifa um stjórnun og það sem ég hef meðal annars komist að er að hlutverk stjórnenda er að fylgjast með umhverfinu (fyrirtækja) og miðla upplýsingum til annara í fyrirtækinu til þess að geta brugðist við breyttum aðstæðum. Stjórnendur þurfa að vera sveigjanlegir til að mæta stöðugt brettu umhverfi. Í dag er þetta mun einfaldara heldur en það var fyrir 10 árum. 

Að lokum að þá er hér teiknimynd sem ég fann á netinu og tekur vel saman þær fjölda kenninga sem settar hafa verið fram um stjórnun í gengum árin.

nz364
 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Ingvar Bragason
Jón Ingvar Bragason

Ég stunda Mastersnám í Amsterdam og er á heimleið, ótrúlegt en satt. Á þessu bloggi reyni ég að greina frá því sem verður á vegi mínum og hugleiðingar um hin ýmsu málefni.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Tónlist

Dixiebandið Öndin



Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband