Leita í fréttum mbl.is

Engin tónlist er svo góð að hún sé yfir gagnrýni hafin

Ég er þeirrar skoðunar að fólk á að geta lýst sínum skoðunum og verið gagnrýnið. En lykil atriði í þessu máli er að fólk geti gagnrýnt með rökum og að þessi rýni til gangs sé byggð á réttum forsendum. Í því samhengi vill ég benda á mjög góða grein eftir Sigurð Flosason sem þið getið fundð á síðunni hjá Matta.

En áfram með málefnið. Segjum sem dæmi að ég gagnrýni uppáhalds hljómsveit þína með því að segja að hún sé með einhæfa tónlist (svipuð hljóma uppbygging og lítil breyting á milli laga) og að textasmíði sé lítil sem engin. M.Ö.Ö mér finnst þetta band vera leiðinlegt. Ég hlít að geta sagt þetta án þess að fá yfir mann að maður skilji þetta ekki og viti ekkert hvað maður er að tala um.

Ef fólk hefur ekki áhuga á að ræða tónlistina, hafa mismunandi smekk og þar fram eftir götunum væri lítill tilgangur með þessu. Tónlist er annað og meira en síbylgja útvarpsins og við verðum að geta tekist á um stefur og strauma hverju sinni. Stundum verður gangrýni að vera ögrandi til að kalla á viðbrögð því með því færðu oft fram skemmtilegri og fjörugri umræðu og kemst að lokum að kjarna málsins.

Hvatning þessara skrifa minna er gagnrýni mín á hljómsveitina Sigur Rós sem mér þykir með afburðum leiðinleg. Ég hef aldrei sagt að það væri léleg hljómsveit heldur að hún nær enganvegin til mín. Sennilega er hún ofmetin en það verður sagan að dæma. Það sem þeim tókst að gera var að fylla "holu" eða "gat" sem var á markaðnum fyrir nýjar leiðir. En þegar fram líða stundir hættir þetta að vera svo mikið "öðruvísi" og fólk fer að krefjast meira þá kemur fyrst í ljós hvort eitthvað meira var á bak við þetta fyrirbæri eða hvort það sigli lönd og strönd og leggi upp laupana.

Engin tónlist er svo góð að hún sé yfir gangrýni hafin!!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Ingvar Bragason
Jón Ingvar Bragason

Ég stunda Mastersnám í Amsterdam og er á heimleið, ótrúlegt en satt. Á þessu bloggi reyni ég að greina frá því sem verður á vegi mínum og hugleiðingar um hin ýmsu málefni.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Tónlist

Dixiebandið Öndin



Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband