Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, mars 2008

blogg á dag kemur skapinu í lag

Dugnaðurinn í bloggskrifum er að drepa mig. Ég er nú búin að afreka tvær vikur á hverjum degi, allavega þegar þessari færslu er lokið. Get nú reyndar ekki sagt að þetta sé alveg að drepa mig en ágætt að hafa þetta bara í ferli, ein færsla á dag kemur skapinu í lag.

Helstu vandræðin eru að hafa eitthvað innihald í þessu. Til að takast á við það hef ég valið viðfangsefni úr daglega lífinu eða eitthvað sem ég sé þegar ég er að lesa efni í tengslum við námið. Núna er ég í vandræðum út af því að ég er að lesa um tölfræðigreiningar sem er nú frekar leiðinlegt efni, allavega finnst mér það.

Ótrúleg umræða um heimagreiðslur í Reykjavík. Fullyrðingar um að þær séu ákveðin upphæð þrátt fyrir að það hafi ekki verið gefið út, að þetta sé kvennagildra og þar fram eftir götunum er náttúrulega fáránlegt. Er pólitíkin í Reykjavík virkilega á svona lágu plani að fólk kemur með fullyrðingar án þess að þær eigi endilega við rök að styðjast. Ég veit til að mynda ekki annað en að þessi aðferð hafi virkað mjög vel í mínum heimabæ Kópavogi.

En ég ætla að halda áfram að lesa um aðferðafræði, tölfræðigreiningar og fleiri skemmtilegt...


Rotin vínber og lokaverkefni

Það tókst, ég skilaði inn drögum að rannsóknar tilgátunni í gær. Þarf reyndar að bæta við tengingu í fræðin svo það er verkefni helgarinnar. Fundur með leðibeinandanum mínum er á mánudaginn þar sem ég fæ að vita hvort ég geti hafist handa við verkefnið af fullum þunga.

Svona tengt þessu máli óbeint að þá er ég að lesa nokkrar greinar núna til að tengja fræðina við lokaverkefnið. Í einni greinninni rakst ég á áhugaverðan punkt um Rauðvín eða vín framleiðslu almennt. Það er vínframleiðandi í Bandaríkjunum sem fór áhugaverða leið fyrir um 10 árum síðan. Þeir ákváðu að kalla framleðiðsluna sína Rotten GRAPES eða rotin vínber. Á miðan á flöskunni frá þessum framleiðanda stendur svo að þetta hafi verið hugmynd frá markaðstjóra fyrirtækisins til að höfða til almennings, það að drekka rauðvín er ekki bara fyrir uppana heldur eiga allir að hafa möguleika á því að njóta góðra drykkja.

Mér þótti þetta athyglisvert í samhengi við umræðuna um að gefa sölu á áfengi frjálsa á Íslandi. Það hafa komið fjölmörg rök gegn því en líka önnur með. Ég tel að með að leyfa frjálsa sölu að þá opnum við fyrir marga spennandi möguleika og jafnframt möguleika fyrir ríkið að stjórna aðgengi og upplýsingum um vín með nýjum hætti. Eins og dæmið hér á áðan um rauðvínið sýnir að þá er hægt að nálgast hlutina frá mismunandi sjónarhornum, vera svolítið skapandi og opin fyrir nýjum leiðum.

Bara ef lífið væri svona einfalt!


kindur til sölu eða fósturs

Í gærkvöldi skellti Álfheiður allt í einu uppúr, hún fann þessa líka frábæru nýju íslensku síðu sem er að bjóða kindur til eigna eða fóstur. málið er að þú leggur fram ákveðna upphæð og þá átt þú viðkomandi kind en hún er samt ennþá í sveitinni þar sem vel er hugsað um hana. Á hverju ári færð þú jólakort frá kindinni og getur fengið ullina senda líka. Það var nú komin tími til að bændastéttin færi að prófa eitthvað nýtt, vera með frumkvæði í að gera þessa búgrein arðvænlega. Kíkið endilega á þetta, slóðin er www.kindur.is

Ég er að bisast við að finna efni fyrir lokaverkefnið mitt. Var í allan gærdag að spá hvort ég ætti að hafa rannsóknarspurninguna svona eða hinsvegin! Þetta verður fjör næstu mánuði að sitja heima og rökræða við sjálfan sig um þessi mál, ætli ég verði ekki bara skrýtnari en ég er nú þegar þegar þessu öllu saman líkur.


Viltu taka við pakka til nágrannans?

Það er ýmsilegt sem gerist svona þegar maður er farinn að hanga heima allan daginn. Annan hvern dag, að jafnaði, er dyrabjöllunni hringt og fyrir utan stendur maður með pakka. Þessi pakki er því miður nánast aldrei til mín heldur einhverra af nágrönnum mínum. Þegar ég opna að þá er ég alltaf spurður hvort ég vilji ekki taka við pakkanum fyrir nágranna minn? Alltaf svara ég nei ég þekki kauða ekki neitt og veit ekki hvað er í þessum pakka! Sendillinn er alltaf jafn hissa á þessu viðkvæði mínu og skilur ekkert í því að ég vilji ekki taka við sendingunni, sennilega út af því að það skapar viðkomandi óþarfa vinnu með því að koma aftur með pakkann daginn eftir.

Er ég eitthvað skrítinn, á maður að taka við pakka til Péturs og Páls út í bæ?

Af náminu! Ég er hálfnaður með drögin að rannsóknar tillögunni minni. Þarf að klára það helst í dag því að ég á að skila þessu á morgun, fundur á mánudaginn þar sem ég fæ staðfestingu hvort ég megi gera það sem ég legg til eða ekki.


Hefjast skriftir

Í dag hefst ég handa við að skrifa. Markmiðið er að annað kvöld ljúki ég við rannsóknar tilgátuna, það reyndar veltur á því hvort ég fái svar frá leiðbeinendanum mínum um hvort ég get farið þá leið sem ég vill fara. Hugmyndin sem ég er að vinna með núna er að gera rannsókn á Latabæ. Til vara að þá er það að rannsaka útgáfufyrirtæki og afhverju þau eru alltaf skrefi á eftir markaðnum með að tileinka sér nýja tækni. Gaman að sjá hvernig þetta þróast þessa vikuna.

Í gær fékk ég tilkynningu að út af miklu álagi í MIP áfanganum að þá verður engin fyrirlestur á morgun. Ég get nú ekki sagt að ég hafi verið hissa því að þessir fyrirlestrar hafa ekki þjónað neinum tilgangi, við erum öll að vinna með mismunandi fyrirtæki og eigum að hafa nægilega þekkingu til að gera hlutina sjálf með aðstoð leiðbeinanda.

Markmið gærdagsins náðist og í dag og á morgun eru það bara skriftir!


Nýr dagur, ný vika, nýr mánuður

Í dag er nýr dagur sem þýðir að skiladagur á rannsóknarspurningunni minni nálgast óðfluga. Það er einnig byrjuð ný vika sem styrkir hræðslu mína við óumflýjanlegan skiladag. Nýr mánuður byrðjaði um síðustu helgi sem þýðir að magasárið stækkar hjá mér til muna.

Í þessum mánuði þarf ég að:

  • Skila rannsóknarspurningunni vegna lokaverkefnis
  • Skrifa 20 bls ritgerð um skapandi iðnað
  • Skila hópverkefni í MIP um lífrænt eldsneyti
  • Taka eitt próf
  • Stjórna IMWe
  • Keyra til Þýskalands og til baka
  • Fljúga til Hollands og til baka
  • Undirbúa RoverNet3.0 sem verður í byrjun apríl

Hvað er ég svo sem að kvarta, mars og apríl hafa verið svona hjá mér síðustu fimm árin. Engin breyting þar á en ég er að samþætti kannski fleiri þætti en áður. Mikið fjör framundan og sumarið verður komið áður en ég veit af.

Í dag ætla ég að klára að lesa bókina um cultural industries, byrja á að skrifa research proposal sem ég á að skila á fimmtudaginn.


Afmæli og Hollenskur matur

Við fórum í gær til Rotterdam í Afmæli hjá Ingu Auðbjörgu. Þetta var fáment en góðment afmæli með fólki af fjölbreyttu þjóðerni. Dagurinn í dag var tekinn "snemma" og haldið til Marielle og Wim í þeim tilgangi að ganga frá búningamálum fyrir IMWe. Marielle tók af mér málin og ætlar að hefjast handa við að sauma búning á mig auk þess er hún að aðstoða mig í að fá arabíska skó :-) þetta lofar allt mjög góðu.

Þau buðu okkur svo í hefðbundin Hollenskan mat. Þetta var ágæt reynsla að borða en ég get ekki sagt að ég muni leggja mig fram í framtíðinni um að borða þennan rétt, án þess að ég sé nokkuð vanþakklátur.

 


að vinna og skemmta sér

Í dag er laugardagur, svona ef það hefur farið fram hjá einhverjum. Ég hófst handa í morgun við lestur og hef afrekað að lesa kafla um áhorf á sjónvarp í bandaríkjunum og að það skiptir máli hvaða dag þættir eru sýndir og á hvaða tíma. Næst er að lesa sér til um útvarp í bandaríkjunum, veit nú þegar að einn aðili á yfir 1000 útvarpsstöðvar, stórt land.

Ég fór og hitti Álfheiði seinnipartinn í gær þegar hún var búin í tíma. Við skruppum á Maneir og hittum nokkra Grikki, þau voru nú eitthvað að tala um að halda partý svo ég gæti dansað nokkra gríska dansa, svona rækilega hefur maður slegið í gegn í dönsunum.

Í dag verður haldið áfram að lesa, fjórir kaflar eftir. Í kvöld er svo afmæli hjá henni Ingu Auðbjörgu í Rotterdam þar sem afmæli bjórsins verður fagnað með viðeigandi hætti.

Bjórinn á 19 ára afmæli í dag og það er hreint út sagt ótrúlegt að allir íslendingar séu ekki komnir á grafarbakkan, eða fastir á ölduhúsum bæjarins eins og véspár gerðu ráð fyrir þegar umræðan um að aflétta bjór banninu fór fram. Kannski að fólk ætti að taka mið af þessari reynslu þegar rætt er um að leyfa sölu á bjór og léttu víni í búðum.

Njótið dagsins og gangið hægt um gleðinardyr...


« Fyrri síða

Höfundur

Jón Ingvar Bragason
Jón Ingvar Bragason

Ég stunda Mastersnám í Amsterdam og er á heimleið, ótrúlegt en satt. Á þessu bloggi reyni ég að greina frá því sem verður á vegi mínum og hugleiðingar um hin ýmsu málefni.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Tónlist

Dixiebandið Öndin



Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband