Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008

Þau gömlu eru flogin

Mamma og Pabbi hafa verið hér hjá okkur síðustu vikuna. Við fylgdum þeim út á flugvöll áðan og í þessum töluðum orðum ættu þau að vera að fara í loftið. Það var margt gert þessa viku meðan þau dvöldu hér.

Mamma og Pabbi í KeukenhofMamma við blóm

Á fimmtudaginn var haldið í blómagarðinn í Keukenhof. Þessi garður er opin á hverju ári frá miðjum mars fram í miðjan maí og er tileinkaður hinum fjölmörgu afbrygðum af túlipönum. Svaka fallegur garður en ha

Pabbi í myllunni
nn lokar um næstu helgi þannig að hann var kannski ekki í "há" blóma en flottur var hann.

Á föstudaginn var haldið til Amsterdam. Við skoðuðum Önnu Frank safnið, átum pönnukökur að hætti Hollendinga, skoðuðum blómamarkaðinn og fórum á siglingu um síkin.

Á laugardaginn var ákveðið að skoða Leiden ögn betur. Kíkt var á krár og í nokkrar búðir.

Á sunnudeginum buðu Wim og Marielle okkur í siglingu um de Kaag sem eru vötn hér í nágrenninu. Við sigldum víða og að endingu skutluðu þau okkur til Leiden. Það vildi nú ekki betur til en svo að þau urðu næstu innlyksa í borginni því að ein liftibrúin bilaði svo að þau komust ekki til baka, en það bjargaðist fyrir rest.

Í gær mánudag var farið í grasagarð borgarinnar og gengið örlítið um. Nokkrar krár teknar út til viðbótar.

Já það bættust annsi margir staðir við í safnið nú um helgina. Ég hef nú ekki alveg tölu á fjölda krám eða bjóra sem drukknir voru, kannski er best að vera ekkert að básúna það um netið. Ferðin gekk vel þrátt fyrir yfir 25 stiga hita og sól allan tíman. Það var bara þeimur styttra á milli kráa.


Dapur dagur

Það er döpur ákvörðun að byggja upp framtíðaraðstöðu HK í Fossvogsdal. Það er verið að setja niður íþróttahús á þrengsta stað í dalnum og gefur þetta lítil tækifæri til frekari eflingar á félagssvæðinu. Ég get með engu móti skilið rökin fyrir þessu sem mun þýða enn aukningu á umferð um dalinn sem er nóg fyrir.

Það er tvennt sem ég hefði lagt til sem valkosti í stöðinni. Í fyrsta lagi hefði félagið getað farið í samstarf við Víking og byggt upp í kring um aðstöðu þess félags. Í öðru lagi hefði verið hægt að byggja upp á Vatnsenda og starfsemi félagsins flust þangað.

Þetta er allavega slæmur dagur fyrir unnendur fossvogsdalar og enn frekari skerðing á þeirri perlu sem dalurinn er.


mbl.is Skóflustunga að nýju íþróttahúsi í Kópavogi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dilkurinn

Það er best að greina opinberlega frá því hver þessi dilkur er sem ég talaði um fyrir mánuði síðan. Málið er í raun skátalegs eðlis en það snýr að því að ég mun aðstoða við undirbúning að evrópsku skátamóti sem haldið verður á íslandi í júlí á næsta ári og nefndst Roverway. Í tilefni þess er fulltrúum víða úr evrópu boðið til fundar nú í lok maí á íslandi og ég mun að sjálfsögðu ekki láta mig vanta. Ég kem sem sagt til íslands til að mæta á þennan fund í lok mánaðarins og dvel á íslandi í mánuð.

Á Íslandi mun ég vinna eitthvað, vinna að lokaverkefninu, fara í svansútilegu, spila í skrúðgöngu og og og ...


Bjórinn, þrifin og heimsóknin

Dagurinn í dag var nokkuð góður. Ég fór á fætur á tiltölulega skikkanlegum tíma og eftir morgunverkin var hafist handa við lærdóminn. Náði að gera meira í dag í þeim efnum heldur en síðustu daga sem er mjög jákvætt. Þetta er allt að þokast í rétta átt.

Seinnipartinn var farið í búðina að versla. Að sjálfsögðu náði ég í einn bjórkassa svo að það sé nú eitthvað til fyrir komu gestana á morgun.

heim með kassann

Síðan var þrifið, bój, já hvernig getur svona mikið ryk safnast saman á stuttum tíma, ótrúlegt! En okkur tókst það og nú er allt hreint og fínt :-)


Sumarið er komið

Sumarið er komið í Hollandi, það fer ekki á milli mála. Veðurspáin er yfir 20 stiga hiti og sól næstu 10 daga, eða eins langt og spáin nær. Þetta er svo sem gott og blessað nema að það er svolítið erfitt að halda sig innan dyra í þessu árferði. En maður verður víst að halda sig við efnið til að ná að klára rannsóknar tilgátuna, 13 dagar til stefnu.

Ég var að lesa í grein, sem ég nota í lokaverkefnið, að það fara fleiri í Mall of America heldur en í Disney world og Grand Canyon samanlagt. Spáið í því það er engin venjulegur fjöldi.


hvernig í ósköpunum er þetta hægt

Sólin skín, hitinn er komin í 20 gráður, ég sit inni að reyna að lesa og skrifa. Ég spyr bara hvernig í ósköpunum er þetta hægt?

Ég kom mér svo sem sjálfur í þessa aðstöðu með því að leggja ekki harðar að mér í apríl. Kannski að maður setjist aðeins út og reyni að lesa þar!

Á milli þess að vera að lesa erum við að undirbúa komu Mömmu og Pabba hingað til Leiden. Nú þegar er búið að setja upp viðamikla dagskrá sem sæmir konungsbornum svo að þeim ætti ekki að leiðast hér. Við förum og kíkjum á blómasýninguna í Keukenhof, skoðum Amsterdam og Leiden og sennilega verður kíkt í einhver nágrannabyggðalög Leiden svo sem Delft eða Den Haag. Ég gleymdi víst að taka fram í boðskortinu til þeirra að við munum að sjálfsögðu kynna bjórmenningu Hollendinga með heimsóknum á hinar fjölmörgu krár landsins.

Við ætlum hins vegar núna að drífa okkur á markaðinn og njóta góða veðursins örlítið...


Drottingardeginum fagnað

Drottningardeginum var fagnað síðustu tvo daga í Hollandi. Við fórum nú ekki varhluta af þessum hátíðarhöldum. Á þriðjudaginn var haldið til Den Haag til að upplifa aðfararnótt dagsins ásamt góðum hópi fólks. Í gær fórum við tvö til Amsterdam og löbbuðum og löbbuðum og löbbuðum til að kynna okkur herlegheitin. Svaka stuð á öllum. Það sem stóð uppúr voru bátarnir á síkjunum og almenn gleði fólks yfir daginn.

Myndir: http://public.fotki.com/joningvar/2008/qeensday-in-holland/

 


« Fyrri síða

Höfundur

Jón Ingvar Bragason
Jón Ingvar Bragason

Ég stunda Mastersnám í Amsterdam og er á heimleið, ótrúlegt en satt. Á þessu bloggi reyni ég að greina frá því sem verður á vegi mínum og hugleiðingar um hin ýmsu málefni.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Tónlist

Dixiebandið Öndin



Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband